Andri Þór Sturluson (AndriThor)

Ég trúi því að okkur vegni best þegar regluverkið er skýrt og gegnsætt. Einföld kerfi sem fylgt er eftir af hörku svo allir sitji við sama borð.

Ég átti og var ritstjóri ádeilusíðunnar Fréttastofa Sannleikans, Sannleikurinn.com, og var varaþingmaður Pírata fyrir Suðvesturkjördæmi 2016-2017.
Staðfest er að ég blaðraði meira en Sigmundur Davíð í ræðustól hér:

https://www.althingi.is/altext/cv/is/raedur/?nfaerslunr=1290

Ég er 34 ára, búsettur í Garðabænum og á börnin Bríeti Kötlu, Jörfa og Björt. Lengst af hef ég unnið sem aðstoðarvarðstjóri hjá Fangelsismálastofnun en starfa núna hjá Hjallastefnunni í Garðabæ. Konan mín rekur síðan og á tvö kaffihús og kaffiframleiðslu í Reykjavík.
Ég hef skýr markmið, ætla að gefa mig allan í þau og hleypa síðan öðrum að. Vera sanngjarn en fastur fyrir.

Hafandi tekið þátt í tveimur kosingabaráttum sem frambjóðandi fyrir Pírata tel ég mig geta orðið vel að liði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.