Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson (Bjartmar)

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson heiti ég og býð mig mig fram í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel það sé mikilvægt að landsmenn fái að koma meira að stjórn landsins, í stað þess að láta sömu flokkanna, sama fólkið með sömu málefnin stýra okkur ár eftir ár. Píratar vilja koma á raunverulegum lýðræðisbreytingum og ég býð mig fram í forystusveit þeirra í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Afhverju fær fólk ekki að koma meira að stjórn landsins? Afhverju fær rödd fólksins ekki að heyrast nema á fjögurra ára fresti? Þetta bara gengur ekki upp. Lífið þróast ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur á hverjum degi. Það er kominn tími á raunverulegar og byltingarkenndar breytingar á stjórnskipan landsins.

Helstu baráttumál mín eru breytingar á stjórnarkránni, heilbrigðismál, menntamál og umhverfismál.