Heimir Örn Hólmarsson (HeimirOrn)

ÓSKA SÆTI Í FRAMBOÐI
Ég óska eftir 1.-3. sæti á lista fyrir Pírata en ég mun að sjálfsögðu samþykkja það sem Píratar kjósa sér þar sem ég treysti þeim fullkomlega til að kjósa, líkt og ég treysti þjóðinni til að kjósa um öll þau mál sem þjóðin vill taka afstöðu til.

ÁSTÆÐA FYRIR FRAMBOÐI MÍNU
Ég var einn af frambjóðendum til forseta Íslands þar til Ólafur Ragnar gaf kost á sér en þá dró ég framboð mitt til baka. Á meðan ég var í framboði nefndu margir við mig að ég væri Pírati í mér. Ég er sammála þessum aðilum því að mínu mati eru Píratar sá flokkur sem er með hugmyndafræði sem styður við samfélagsleg áhugamál mín og vinnubrögð þeirra eru lýðræðislegust af öllum flokkum. Ennfremur er grunnstefna Pírata til fyrirmyndar, en þar segir meðal annars: “Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir”.
Ég býð mig fram í prófkjör Pírata því mig langar til að beita mér fyrir eftirfarandi:
* Að allir Íslendingar muni njóta sömu mannréttinda.
* Að stefna íslensks samfélags verði mörkuð til framtíðar en ekki til eins kjörtímabils í senn.
* Að fólkið í landinu fái rödd og geti haft áhrif í íslensku samfélagi.
* Bætt siðferði í stjórnsýslunni með markvissum aðgerðum.
* Skilvirkari vinnubrögð í stjórnsýslunni.
* Virkja ungu kynslóðina út frá ýmsum samfélagsþáttum. Þar með talið húsnæðismarkaður, námsleiðir, atvinnumöguleikar og ýmis önnur tækifæri.

Ég mun standa með ykkur, fólkinu í landinu, og við yfirferð laga mun ég spyrja gagnrýnu spurninganna sem fáir opinberir aðilar hafa þorað að spyrja hingað til.

Við þurfum á breyttu vinnulagi að halda.
Fáum fagleg vinnubrögð inn á Alþingi Íslendinga.

ÍTAREFNI:
https://www.youtube.com/watch?v=egr8JhZyv3o - Viðtal við mig á Hringbraut fyrir prófkjör Pírata
https://www.facebook.com/xheimir/ - Facebook síðan mín fyrir kosningar 2016 bæði fyrir framboð Pírata og forsetakosningar.
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/heimir-orn-holmarsson/ - Framboðssíðan mín á vef Pírata
http://www.xheimir.is/ - Framboðssíðan mín til forseta Íslands 2016 - ATH. Þau baráttumál sem ég hef sett þarna inn, eru mér enn hjartans mál.