Kari Gunnarsson (Kari)

tekið af http://goo.gl/SYbACr

Ummæli stuðningsfólks

Góður og traustur maður. Samkvæmur sjálfum sér.
- Sæmundur Hauksson

Kári er ótrúlega kraftmikill og hugmyndaríkur. Það eru aldrei vandamál bara lausnir.
- Tómas Hafliðason

Kári er hugmyndaríkur, á auðvelt með að hugsa út fyrir boxið. Duglegur að framkvæma hluti. Hann er traustur vinur sem hugsar mjög lausnamiðað.
- Pála Kristín Bergsveinsdóttir

Jarðtengdur en hugmyndaríkur, Kári yrði frábær þingmaður! Alþingi sárvantar afburða hugmyndasmiði og fólk þjálfað í samskiptum. Kári fær mitt atkvæði.
- Karl Héðinn Kristjánsson

Heiðarlegur og gífurlega hugmyndaríkur
- Bragi Gudlaugsson

Kári er atorkusamur, skapandi og gegnheill maður sem myndi sóma sér vel á hvaða vinnustað sem er, þ.m.t. Alþingi.
- Kristín Elfa Guðnadóttir

Einstaklega duglegur maður hér á ferð. Mæli með að þú kynnir þér hann og styðjir. Flott framtak Kári.
- Freymann Ári Kaj Clausen

Ég hef átt gott samstarf við Kára Gunnarsson í sameiginlegri vegferð í Pírötum. Ég mæli hiklaust með því að menn nýti sér þekkingu hans á uppbyggingu hópastarfs og leiðum til samvinnu sem þurfa að vera í góðu lagi til þess að Píratar nái áfram árangri.
- Finnur Þ. Gunnþórsson fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata

Eðal Pirati og hugsjónamaður sem við værum heppin að fá á þing
- Guðrún Ágústa Þórdísardóttir

Óþreytandi hugsjónamaður, frumkvöðull og alveg einstakt ljúfmenni. Píratar eru heppnir að eiga slíkan valkost.
- Erna Ýr Öldudóttir.

Kári, í þér býr bæði drifkraftur og heimspekingur sem treysta má að komi með heiðarlegar lausnir. Þú ert góður samstarfsaðili í málefnalegu starfi sem og í útfærslum á hugmyndum.
Kári er einstakur hugsjónamaður og það er skortur á þeim í Íslenskri pólitík

Kári á að vera á framboðslista vegna þess að:
Hann er jákvæður
Hann er eldsnöggur að hugsa upp frumlegar lausnir á vandamálum
Ég held hann eigi auðvelt með að vinna með öðrum, ólíklegur til að halda hópastarfi í gíslingu út af einhverju drama
Ég hef aldrei séð hann verða kjaftstopp
Hann hefur gaman að fólki og á gott með að hlusta á aðra
Kári er einstaklega fordómalaus
Honum finnst gaman að tala
Hann hefur áhuga á öllu mögulegu, t.d. mikinn áhuga á stjórnmálum
Hann hefur mikið velt fyrir sér hvernig hægt er að skipuleggja hópastarf
Kári vinnur við að skipuleggja fundi

Drauma þingmaðurinn minn er einstaklingur sem setur fólk og réttlæti í fyrsta sæti, einstaklingur sem lokar ekki augunum fyrir viðkvæmum málefnum, einstaklingur sem skilur umhverfi sitt og sem er annt um náttúruna. Ég vil fá einlæga og kraftmikla þingmenn (sem og ráðherra) sem standa með eigin sannfæringu en eru opnir og tilbúnir til að sjá þegar skoða þarf nýjar upplýsingar eða sannanir, sem geta tekið upplýsta ákvörðun.
Það er trú mín að Kári Gunnarsson, sé einmitt slíkur einstaklingur.
- Rannveig Tenchi

Kári er einstaklega opinn fyrir gagnrýni á sjálfan sig og er í stöðugri endurskoðun á sjálfum sér og sínum vinnubrögðum. Þetta er alltof sjaldgæfur mannkostur.
Frábært að sjá hann fara fram, áfram Kári!
- Ásmundur Guðjónsson

Inn á þing með Kára Gunnarsson!
Þekki Kára í gegnum félagsstarf sem gegnheila jarðýtu. Alþingi er kjörinn staður fyrir duracell kanínu á kjarnorkubatteríum, eins og hann, til að fá útrás. Kári á klárlega heima í efstu sætum pírata til Alþingis.
- Sólver Hafsteinn Sólversson

Kári á svo sannarlega erindi inn á þing. Að skilja hismið frá kjarnanum er Kára létt verk, ásamt einlægri ást á rökræðum. Kára inn á þing!
- Kjartan Hávarður Bergþórsson

Það gleður mig innilega að sjá að Kári hafi ákveðið að stíga skrefið sem ég hvatti hann til - ásamt fleirum. Kári er réttsýnn og duglegur. Með öðrum orðum að hann er þess verðugur að fara á þing. Ég hef þekkt Kára lengi sem vinur hans get ég sagt að hann kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur. Kári fær minn stuðing í prófkjöri Pírata.
- Hans Benjamínsson

Hugmyndaríkur hugsjónamaður og vinnuþjarkur.
- Gunnar Rafn Jónsson

Kári væri góður stjórnmálamaður. Hann er opinn öllum umræðum og leggur á því að finna lausnir fyrir vandamálin sem standa í veg fyrir framkomu hópastarfs. Hópastarf, sem pólitíska starfið snýst um, hefur líka verið eitt af helstu áhugamálum Kára siðan ég kynntist honum fyrir rúmlega áratug. Í samskiptum með Kára hef ég upplífað líka bara góða hluti. Hann hlustar á alla og staðsetur sig ekki ráðandi yfir þau í kringum sig.
- Jakob Stakowski

Mæli með Kára. Eðalmaður þar á ferð.
- Arni Helgi Gunnlaugsson

Nice! Six good reasons to find the man great:
1. His honesty,
2. His creativity and thinking in solutions,
3. His wisdom and ability to see the whole picture,
4. Friendliness and politeness,
5. Initiative,
6. Humor and a positive perspective.
- Frida Adriana Martins


Kára þekki ég sem markþjálfa. Hann er frjór í hugsun, en ígrundar jafnframt hugmyndir sínar til að ná settu markmiði. Ég get vel ímyndað mér að Kári lætur hindranir og áskoranir ekki stoppa sig til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Það getur jafnframt verið dýrmætt verkfæri að nýta sem leiðtogi, þegar vinna þarf með hópi einstaklinga að ákveðnu markmiði eða þegar leysa þarf úr áskorunum til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
- Margrét Birna Garðarsdóttir

Kári er einstaklega hugmyndaríkur maður, hjálpsamur, samvinna er hans styrkleiki, virkjar aðra að ýmsum málum, ekki deilugjarn, markmiðaður og góður maður.
- Sigurður Erlendsson

Kára þekki ég gegnum kunningsskap og Málfundafélag Pírata, hann er maður sem nýtur þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika, hann leitar uppi fólkið með áhuga, fræðist um málefnið og leggur til góða innsýn, sinnir hverju viðfangsefni af athygli og geislar af áhuga þegar það býðst ný leið til að leysa vandamál.
Kári dregur fram það besta í fólki, er heiðarlegur og gerir fólki erfitt um vik annað en að koma fram að sama heiðarleika með sinni vingjarnlegu framkomu. Það eru talsvert mörg samfélagsmál sem hann brennur fyrir og hann mun ekki sætta sig við einhverja billega lausn á þeim, heldur halda áfram að bæta þegar ný nálgun býðst.
Hann er eins og síbrosandi kötturinn í Lísu Í Undralandi, með lúmskan húmor og djúpar hugleiðangar, en í stað þess að snúa hausnum á hvolf og rugla í vegfarendum snýr hann aðeins veraldarsýn fólks á hvolf og skapar andrúmsloft sem gerir létt að hugsa út fyrir kassann. Þetta gerir hann að alveg prýðis leiðtoga og manni sem mun ekki gefast upp á því að gera gagn fyrir þjóðina.
Ef Píratar eru kaka sem eru á leið í ofninn í kosningunum í haust myndi ég ekki vilja gleyma að hræra Kára útí deigið!
- Sigurður Unuson