Lárus Vilhjálmsson (Larus)

Ég er Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði, einn af stofnendum Pírata í Hafnarfirði og varamaður í stjórn.

Ég á að baki nám í ensku og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Diplómanám í fjármálastjórn, mannauðstjórn og almannatengslum frá skóla bandaríska utanríkisráðuneytisins. Starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Upplýsingaþjónustu/Menningarstofnun Bandaríkjanna á Íslandi frá 1987 til 1991 og sem framkvæmdastjori hennar frá 1992 til 1999. Frá árinu 2000 til 2004 starfaði ég sem sérfræðingur í almanna/menningartengslum við Ameríska Sendiráðið. Frá 2005 til 2008 var ég forstöðumaður Nýlistasafnsins og frá 2008 til 2010 framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækis. Frá árinu 2010 hef ég rekið Gaflaraleikhúsið og er í stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna. Ég á einnig ferðaþjónustufyrirtækið Álfagarðinn og er formaður Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar. Ég er í stjórn Framtíðarlandsins og hef um langt skeið verið virkur í náttúruverndarbaráttu á Íslandi og var t.a.m. handtekinn í mótmælum í Gálgahrauni árið 2013.

Meðfram þessum störfum hef ég skrifað nokkuð leikrit og leikstýrt og leikið í fjölda leiksýninga. Ég á gott með að vinna með texta á bæði íslensku og ensku og er vanur að koma fram bæði sem fyrirlesari og í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi.

Ég hef starfað í stefnumálahópi pírataog þekki vel til þeirra stefnumála sem hafa verið samþykkt af grasrótinni í kosningakerfinu og eins þeirra stefnumála sem hafa ekki verið samþykkt. Ég trúi því að hugmyndafræði Pírata um valdeflingu almennnings, heiðarleika í stjórnmálum, aukið gegnsæi og lýðræði og samfélag sem trúir á virðingu og frelsi einstaklingsins, og öfllugt öryggisnet fyrir borgarana sé það sem Ísland þarfnast