Ásta Helgadóttir (asta)

Ég heiti Ásta Guðrún Helgadóttir og er 26 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og er sitjandi þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og ég sækist eftir fyrsta sæti í öðruhvoru Reykjarvíkurkjördæminu.

Alþingi hef ég beitt mér fyrir ýmsum málum á fjölmörgum sviðum, m.a. tekið upp málstað námsmanna gagnvart LÍN og látið að mér kveða varðandi eignarhald á Landsbankanum auk þess halda utan um höfundaréttarmál fyrir þingflokk Pírata og er í nánu samstarfi við Juliu Redu Evrópuþingmann Pírata frá Þýskalandi, sem heldur utan um breytingar á höfundaréttarlögum í Evrópusambandinu.

Undanfarin ár hef ég helgað mig vinnu sem tengist einn eða annan hátt lýðræði, tjáningafrelsi og breytingum á stjórnskipan til þess að það endurspegli lýðræðissamfélag 21. aldarinnar betur.

Ég hef farið víða á stuttum tíma, en haustið 2015 sneri ég til baka til Íslands til þess taka sæti á Alþingi fyrir hönd Pírata. Þar hef ég tekið til hendinni í efnahagsmálum, bankamálum, málefnum stúdenta, sannleiksskyldu ráðherra og fleira í ýmist alvarlegri eða léttari dúr. Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár á þingi, svo ekki sé meira sagt. Þetta ár hefur bara styrkt mína trú á því afli sem Píratar eru – þetta er einstakt tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif og gera þær nauðsynlegu kerfisbreytingar sem á þarf að halda.

Ég tel mig hafa reynslu sem muni gagnast Pírötum í komandi kosningabaráttu: Fyrir utan að hafa setið á Alþingi undanfarið ár þá hef ég starfað með grasrótinni á ýmsum sviðum, sem kosningastjóri, meðstjórnandi í Ungum Pírötum og bara sem venjulegur flokksmeðlimur. Ég hef unnið með Pírötum á alþjóðavettvangi, bæði á Evrópuþinginu í Brussel og í gegnum aðra vettvanga svo sem PPEU og PPI.

Hægt er að lesa meira um það sem ég er að pæla á heimasðunni sem ég setti saman til þess að fólk gæti kynnst því enn frekar hvað ég hef verið að pæla í kringum lýðræðið, stjórnkerfið, Pírata og þá vinnu sem ég tel þurfa að hendast í eftir kosningar. https://astapirate.wordpress.com/