Erna Ýr Öldudóttir (ernayr)

Sjá nánar á kynningarsíðunni minni: https://ernayr.wordpress.com/

BARÁTTUMÁLIN

Klassísk og almenn mál píratahreyfingarinnar* fyrst og fremst, ásamt Grunnstefnu Pírata eins og hún lítur út í dag, með áherslu á borgararéttindi, upplýsta ákvarðanatöku og gagnrýna hugsun. Önnur mál sem ég styð sérstaklega: Afglæpavæðingu vímuefna ásamt mannúðlegri og virðingarfullri nálgun í þessum viðkvæma málaflokki. Skynsamlegar útfærslur á borgaralaunum mun ég skoða með opnum huga, verði þær til að frelsa almenning undan helsi framfærslu- og bótakerfanna. Endurskoðun lífeyrissjóðakerfisins og stuðningur við nauðsynlegar framfarir í fjármálakerfunum ásamt því að huga að samkeppnishæfni Íslands. Skynsamleg og lýðræðisleg nálgun á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég styð kvenfrelsi. Að auki hins ofantalda mun ég leitast við að styðja og efla sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, frelsi með ábyrgð, frjáls viðskipti og frið, tækniframfarir, frjálst flæði fólks og fjármagns og jöfn tækifæri.

*KLASSÍSK OG ALMENN MÁL PÍRATAHREYFINGARINNAR OG PÍRATAKÓÐINN

-Verndun og styrking tjáningarfrelsis, frjálsra samskipta, upplýsingar, friðhelgi einkalífsins og almennra borgararéttinda. - Verndun og styrking frjáls flæðis hugmynda, þekkingar og menningar. - Endurbætur á höfundar- og einkaleyfarétti. - Almenn samvinna og þátttaka með gagnsæi. - Að hafna allri mismunun. - Að styðja aldrei aðgerðir sem fela í sér ofbeldi. - Að hvetja til notkunar á frjálsum hugbúnaði og vélbúnaði, hökkunar og opins aðgangs við lausn verkefna. - Verndun og styrking opinnar og almennrar þátttöku og samvinnu við opinbera stefnumótun. - Styrking beins lýðræðis. - Opinn aðgangur að gögnum. - Opin gögn til úrvinnslu. - Stuðningur við deilihagkerfi og hagkerfi almennra hagsmuna. Píratakóðinn.