Friðfinnur Finnbjörnsson (friddi83)

Ég er þrjátíu og þriggja ára, kvæntur yndislegri konu frá Mexíkó, henni Pálínu, og saman eigum við tvö börn.
Ég er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla, en hef ekki lokið háskólanámi mínu ennþá.

Ég bý í leiguíbúð og á skuldlaust tíu ára gamla mözdu en ekki margt annað af veraldlegum gæðum. Ég kem hvergi fram í Panamaskjölunum, né nokkur sem ég tengist.

Ég ef unnið margt mismunandi í lífinu, frá því að vera kokkur á sjó til umönnunar fjölfatlaðra einstaklinga, og eiginlega allt þar á milli.

Ég er í dag í góðri vinnu, á þar góða vinnufélaga og hef það í raun betra þar en ég man eftir af öðrum vinnustöðum. En ég er tilbúinn til þess að færa mig þaðan til að leggja mitt af mörkum við að breyta samfélagi okkar til hins betra.

Mín kynni af pírötum hófust fyrir alvöru þegar ég heyrði þrumuræðu Helga Hrafns fyrir rúmum tveimur árum. Frá því augnabliki vissi ég að ég vildi vera með, svo ég mætti á aðalfund sem var þar skömmu síðar og hellti mér í innra starfið. Ég var slembivalinn í Framkvæmdaráð og svo ári síðar var ég kjörinn til að sitja þar áfram. En ég hef líka setið í stjórn pírata í Kópavogi og er í dag varamaður þar.

Í þessu starfi kynntist ég stórum hóp fólks, draumóramönnum, snillingum og vinum. Þarna fann ég samhljóm með fólki sem sá sömu vandamálin í kerfinu og ég sá og sem vildi koma á sömu breytingum og ég.
Þær breytingar eru æði margar.

Fyrst af öllu þarf að fara í kerfisbreytingar.
Nýja stjórnarskráin þarf að fara í gegn og það þarf að gjörbreyta starfsháttum á alþingi. Til að mynda þá gengur ekki að góð mál dagi uppi vegna þess að þingið fari í frí.
Bótakerfið er í dag mjög vinnuletjandi. Það er til mikið af fólki sem væri mögulega fært um að vinna hluta úr degi en annað hvort vill það ekki eða hreinlega getur það ekki vegna þess að slík vinna myndi skerða bætur þeirra og færa þau niður fyrir þau mörk að þau geti séð fyrir sér. Það er galið kerfi sem hvetur fólk til að sitja á höndum sér í stað þess að vinna það sem það þó vildi og gæti.

Við þurfum kerfi sem er hvetjandi fyrir atvinnuþátttöku. Það myndi leiða til hærri tekna, bættra lífskjara og aukningu á skatttekjum. Og mögulega gætu einhverjir komist alfarið inn á vinnumarkað aftur.

Við þurfum allsherjaryfirhalningu á stórum og rótgrónum kerfum. Ber þar helst að nefna lífeyrissjóðakerfið og fiskveiðistjórnunarkerfið, en ég vil leggja mikla áherslu á það að fiskveiðistefna Pírata nái fram að ganga.

Heilbrigðiskerfið þarf líka að taka í gegn. Sjúkrahúsin eru sjálf í gjörgæslu og niðurskurður orðinn svo langvarandi og djúpstæður að hætta er á að kerfið hrynji, en þó er kostnaðarþátttaka sjúklinga sífellt að aukast.

Það er margt að, listinn er rétt að byrja.
Það er engin hætta á öðru en að við fáum gott og hæft fólk í efstu sæti, nóg er framboðið.
Ég vona bara að ég teljist hluti af þeim hóp.

Ferilskrá:

Umsjón með fjölfötluðum einstaklingum á sambýli, sjómaður, rútubílstjóri, lagerstarfsmaður, sölumaður, nuddari,