Jón Jósef Bjarnason (jojobja)

Vara bæjarfulltrúi Mosfellsbæ 2014-2018
Pírati 2013
Á framboðslista Dögunar, 3. sæti fyrir SV kjördæmi 2013
Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ 2010-2014
Frambjóðandi til Stjórnlagaráðs.
Stofnandi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ, næst stæðsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ 2010.

Ég trúi því að Píratar séu það afl, og eina stjórnmálaaflið sem getur og mun gera þær breytingar sem þarf til þess að börn okkar og komandi kynslóðir þurfi ekki að búa við þá spillingu sem hrjáir þessa þjóð og fái það vald sem því ber

Mínar helstu áherslur eru:

Ný stjórnarskrá, gerð af stjórnlagaráði sem fólkið kaus til verksins og sem allir Íslendingar gátu tekið þátt í að gera og sem meirihluti kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Alþingi hefur oft móðgað þjóðina, en aldrei eins fyrirlitlega og í stjórnarskrármálinu.

Vægðarlaust gagnsæi hins opinbera strax. Öll gögn í umsjón opinberra aðila skulu vera opin og aðgengileg almenningi án hindrana, nema brýnar og vel skilgreindar ástæður séu til annars.

Lýðræðisumbætur.

Ég stofnaði Íbúahreyfinguna í Mosfellsbæ sem fékk næst flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum 2010, hét því að vera þar eitt kjörtímabil í fyrsta sæti og stóð við það. Sem bæjarfulltrúi og fulltrúi á þingum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga beitti ég mér fyrir vægðarlausu gagnsæi og bar fram tillögur þess efnis sem voru felldar á báðum stöðum. Sem bæjarfulltrúi stóð ég fyrir birtingu lista yfir lögaðila sem fengu afskrifaðar skuldir hjá sveitarfélaginu í anda vægðarlauss gagnsæis og lét dreifa í öll hús í bæjarfélaginu, fyrir það var mér hótað lögsókn og fangelsisvist af fulltrúum D og VG listanna.

Ég var í 3ja sæti á lista Dögunar í SV kjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar, Dögun var þá lengra á veg komin með stefnumál sín ég kallaði mig samt dögunar-pírata á lýðræðisvakt því allir þessir flokkar höfðuðu til mín.

Frá 1998 hef ég gagnrýnt og barist fyrir breytingum á stjórnum lífeyrissjóða og fyrir gegnsæi launagreiðslna til launþega. Ég var í fulltrúaráði Eirar og er mjög óánægður með ógagnsæi og pólitíska spillingu í slíkum félögum og öðrum þar sem almannafé er notað.

Ég er svarinn andstæðingur núverandi kvótakerfis og öðrum „Trickle-down economics“ enda sjónhverfingar, .

Ég er mjög áhugasamur um stóriðju í ylrækt og tel að þar séu tækifæri okkar.

Frá 2006 hef ég rekið rel8 gagnagrunninn sem ég hannaði og sýnir viðskiptaleg og pólitísk tengsl í Íslensku samfélagi, kerfið var m.a. notað af rannsóknanefndum Alþingis, Reykjavík Media við rannsókn á Panamaskjölunum. o.fl. o.fl. Ég hef tekið þátt í rannsókn fjölda mála þar sem grunur er um misferli. Ég vann sem ráðgjafi í 7 ár fyrir kortaiðnaðinn erlendis við hönnun gervitauganetskerfa til að greina misferli í kortaviðskiptum og kynnti kerfi til greiningar á peningaþvætti fyrir íslensku bönkunum 2003, sem þeir höfðu engann áhuga á.

Ég sé íslenska pólitík ekki sem hægri og vinstri, ég sé baráttu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum og vill leggja hönd á plóginn til þess að verja almannahagsmuni.
Ég þori að gagnrýna, ég gef ekki eftir í réttindamálum almennings og fæ ekki Stokkholmsheilkenni við að vera í kringum sérhagsmunagæslumenn, ég er vanur því.