Seth Sharp (seth101)

Ég heiti Seth Sharp. Ég ólst upp í Bandaríkjunum og útskrifaðist úr Yale University með BA gráðu í leiklistafræði (með áherslu á sálfræði) og er nýlega búinn að klára masters-gráðu í menntunarfræði við Háskóla Íslands með ágætis viðurkenningu (high honors). Ég var mjög stoltur að fá ríkisborgararétt 2008 en hef ekki fyrr en nýlega haft áhuga á að koma mér í íslenska pólitík. Fjölskyldan mín hefur langa sögu af því að berjast fyrir mannréttindum vestanhafs. Rosa Parks, er frænka mín, systir mín er varaformaður mannréttindastofnunar Connecticut í BNA og W.E.B Dubois, sem stofnaði NAACP er líka frændi minn. Undanfarin ár hef ég dúttlað mér við tónlist og hef lagt einstaklega mikla orku ekki bara í lærdóm heldur að reyna að komast til botns um hver besta leiðin til þess að læra í rauninni er. Ég byrjaði doktorsnámið mitt fyrir nokkrum árum með það í huga að finna mismunandi leiðir að hjálpa ungmennum til að standa sig betur við lærdóm. Heimspekin mín fellst í því fyrst og fremst að reyna að hlusta á fólk til þess að skilja þeirra hlið á málinu og að stjórna með áherslu á rök og skilning frekar en bara með tilfinningunum. Ég valdi Pírata til að byrja pólitíska ferilinn minn af því þeir virðast hafa bestu tökin á þess konar pólitík.