Fara aftur í þing

Sérstakar hæfisreglur þingmanna

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Með setningu ákvæða er varða sérstakt hæfi þingmanna má ætla að ákvæðin væru til þess fallin að tryggja mun betur að þingmenn setji almannahagsmuni framar sínum eigin hagsmunum eða hagsmunum venslamanna sinna. Jafnframt yrðu slíkar reglur til þess fallnar að minnka til muna þá hættu að þingmaður lendi í því að verða fyrir mögulegum ásökunum, t.d. um að hann hafi með ákvörðun sinni látið eigin- eða venslahagsmuni ganga framar hagsmunum hins almenna borgara.

Skýrar reglur er varða sérstakt hæfi þingmanna gætu mögulega létt á herðum þeirra þann þrýsting sem kemur frá áhrifamiklum aðilum í atvinnulífinu, að þingmenn verði við óskum þeirra og hagsmunir atvinnulífsins séu settir framar öðrum hagsmunum. Téðir áhrifamenn hafi séð til þess að viðkomandi þingmaður hafi komist til starfa á þingi til að vinna að þeirra hagsmunum umfram almannahagsmunum.

Kjósendur hafa oft orðið þess varir að þingmenn hafi verið kosnir á þing sökum tengsla sinna við félög eða samtök eða ákveðin málstað og hafa varist fyrir þeim hagsmunum þar. Líkt og Páll Hreinsson lagaprófessor hefur bent á þá endurspegla oftar en ekki slík tengsl þau lífsviðhorf sem þessir þingmenn berjast fyrir.

Tillaga:Sérstakar hæfisreglur þingmanna
Í málaflokkum:Gagnsæi
Upphafstími:27/02/2016 19:14:06
Tímamörk fyrir umræður:12/03/2016 19:14:06 (0 mínútur)
Tímamörk fyrir tillögur:05/03/2016 19:14:06 (0 mínútur)
Tímamörk fyrir atkvæði:12/03/2016 19:14:06 (0 mínútur)
Atkvæði: 118
Já: 99 (83,90%)
Nei: 19
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50,00%

Umræða