Samþykkt: Lagabreyting: Tímamörk aðalfundar

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Lagabreyting PíH: Tímamörk aðalfundar

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt Bergthor

Athugasemdir:

Í núverandi lögum félagsins er krafa um að aðalfundur félagsins sé haldinn ár hvert fyrir lok maí. Þessi þröngu tímamörk setja óeðlilega pressu á stjórn félagsins, sérstaklega á kosningaári. Hér er því lagt til að tímamörkin fyrir aðalfund sé einfaldlega almanaksárið.

Athugasemdir við einstaka greinar tillögunnar:

Gr. 1:
    Hér eru tímamörk aðalfundar skilgreind sem almanaksárið. Eftir stendur að til að félagið teljist starfshæft, skv. gr. 6.1 mega ekki líða meira en 18 mánuðir á milli aðalfunda. 

Gr. 2:
    Þær nýju greinar sem hér eru lagðar til tryggja að félagið uppfylli skilyrði í lögum Pírata (landsfélagsins) um gagnaskil aðildarfélaga til að teljast sem virkt aðildarfélag Pírata. Sérstaklega ef kemur til þess að aðalfundur félagsins sé haldinn eftir að aðalfundi Pírata lýkur. Skili aðildarfélag ekki nauðsynlegum gögnum fyrir lok júní ár hvert telst félagið óvirkt og er aðalfundi Pírata þá heimilt að slíta félaginu.