Arnaldur Sigurðarson (Arnaldur)

=ENGLISH BELOW=

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018 og sækist eftir 1. sæti.

Ef þú vilt frekar spyrja mig spurningar en að lesa langan texta þá er hægt að senda þær á:

Arnaldur Sigurðarson á Facebook

@arnaldtor á Twitter

@arnaltor á Instagram

arnaldurpírati á Snapchat

arnaldur@piratar.is með tölvupóst.

Ég hóf minn feril í Pírötum í ársbyrjun 2013 sem sjálfboðaliði eftir að ég varð gjörsamlega heillaður af starfi og hugsjónum Pírata. Ég hef síðan þá tekið að mér ótal hlutverk, ég er stofnmeðlimur Ungra Pírata og Pírata í Reykjavík og hafði trú á þeim félögum jafnvel þótt það þótti óvinsælt meðal annars innanflokks. Ég tók líka þátt í stofnun Ungra Pírata í Evrópu (Young Pirates of Europe) þar sem ég tók við sem formaður af Julia Reda, Evrópuþingmanni og kom í tengslum við það starf að stofnun Pírata í Evrópu (European Pirate Parties). Ég sat 2 ár í framkvæmdaráði, ég hef verið formaður Ungra Pírata og hef boðið mig fram í öllum kosningabaráttum Pírata hingað til. Mikilvægasta verkefnið hingað til hefur þó verið þáttur minn í að koma fyrstu fulltrúm Pírata í borgarstjórn en 2014 var ég í 4. sæti listans og tók virkan þátt í starfinu í aðdraganda þess að Píratar tóku þátt í núverandi meirihluta borgarinnar. Í kjölfarið var mér boðið sæti sem áheyrnarfulltrúi Pírata í skóla-og frístundaráði.

Árið 2017 urðu töluverðar breytingar á nefndarstörfum mínum og tók ég þá við sem áheyrnarfulltrúi og síðar fullgildur fulltrúi Pírata í mannréttindaráði ásamt því að vera varamaður í skóla-og frístundaráði, menningar-og ferðamálaráði og heilbrigðisnefnd. Svo hefur það líka komið fyrir að ég hef þurft að leysa fulltrúa af í öðrum nefndum þannig að það eru fáar nefndir sem ég hef ekki komið að ennþá. Samhliða starfi mínu í Pírötum fór ég í háskólanám og kláraði BA gráðu í félagsfræði síðastliðið sumar.

Það er að koma að lok kjörtímabilsins og því eðlilegt að Píratar sem núna eru í starfi borgarstjórnar geri upp kjörtímabilið. Það er stefnt að því að klára þá vinnu innan skamms með uppgjörsskýrslu þar sem við förum yfir það sem við höfum náð og gera og hvað hefði mátt fara betur. Það hefur verið hreint út sagt mögnuð reynsla að vinna í borginni undanfarin 4 ár, við höfum náð ótrúlegum árangri, en það er samt ótrúlega mikið sem þarf að taka á og mikil vinna framundan. Eftir að hafa fengið áskoranir víða innan flokks sem utan og sérstaklega í ljósi þess að Halldór Auðar Svansson er að kveðja okkur í bili, þá fann ég mig tilknúinn að bjóða mig fram og miðla minni reynslu áfram inn í næsta kjörtímabil.

Það er mjög erfitt að lýsa því fyrir fólki sem þekkir það ekki hvernig það er að starfa innan borgarinnar, rammarnir sem manni eru settir, sumir mjög skynsamlegir, aðrir voða furðulegir. En það er gjarnan stór gjá milli skilnings kjörinna fulltrúa á kerfinu og skilning almennra borgara. Höfuðáhersla okkar sem höfum tekið þátt í meirihlutasamstarfinu undanfarin ár er að tengja hugmyndafræði grunnstefnu Pírata inn í borgina. Hvergi er það augljósara en í opnun bókhalds Reykjavíkurborgar, upplýsingastefnunnar og sérstaklega í lýðræðisstefnunni sem nær vonandi í gegn áður en að kjörtímabilinu líkur. Lýðræðisstefnan er forsenda þess að borgin geti virkað á skilvirkan og gagnsæjan hátt.

Nú verður það mikilvægt hlutverk hjá frambjóðendum í komandi kosningabaráttu að fara yfir þá vinnu sem hefur átt sér stað síðastliðið kjörtímabil gagnvart kjósendum. Við munum þurfa að verja okkar ákvarðanir, sumar mjög óvinsælar en fyrir mitt leiti treysti ég mér til að ganga í það verkefni og sinna því vel. Frambjóðendur annara flokka hafa komið fram og sagt að mikilvæg vinna á borð við störf mannréttindaskrifstofu og stjórnkerfis-og lýðræðisráðs sé óþarfi. Við Píratar þurfum að standa vörð við þá vinnu. Við þurfum að standa vörð um þá hugmynd að valddreifing sé það sem þarf til að gera borgina að góðum stað til að búa í.

Píratar í borginni hafa verið ótrúlega skilvirkir þegar horft er til þess að við erum einungis með einn borgarfulltrúa. Nánast öll þau mál sem við lögðum upp með í kosningabaráttunni okkar 2014 eru annað hvort kláruð eða komin í ferli innan borgarinnar. Það verður því áhugavert að sjá hvað okkur tekst að gera mikið ef við náum fleiri fulltrúum í þessum kosningum. Ég vil halda áfram með þá vinnu og fylgja lýðræðisstefnunni í gegn, koma á gagnsjá Reykjavíkurborgar sem er rafræn upplýsingagátt sem auðveldar aðgengi almennra borgara en líka kjörinna fulltrúa að ákvörðunum borgarinnar og í hvaða ferli hjá hvaða undirstofnun hún er stödd.

Það er mikilvægt að við sem Píratar nálgumst þetta verkefni heildstætt, lýðræðisstefnan mun gera það að verkum að hægt verður að ná fram nauðsynlegum breytingum innan borgarinnar. Það er voðalega erfitt að losa bíl úr drullusvaði ef maður heldur áfram að spóla alltaf á sama hátt, það sama gildir um stjórnmál þegar kemur að því að taka ákvarðanir án þess að hafa góðar leiðir til að fylgja þeim eftir.
Mér er voða annt um menntamál og langar að sjá mun fleiri breytingar en ég náði að koma í gegn á mínum tíma í skóla-og frístundaráði, því miður er það bara þannig að það þarf að berjast mjög mikið fyrir litlum breytingum innan skólakerfisins, enda eru peningar á endanum alltaf af skornum skammti. Ég er hinsvegar mjög vongóður í þeim efnum, menntastefna borgarinnar er mjög góð og við höfum leitað til helstu sérfræðinga heims í þeim efnu, t.d. Pasi Sahlberg og Andy Hargreaves til að aðstoða okkur við að smíða skólakerfi til framtíðar þar sem hver nemandi fær raunverulegt tækifæri til að rækta alla sína hæfileika.

Píratar hafa átt stóran þátt í að breyta orðræðunni innan borgarinnar og ef það væri það eina sem við myndum nokkurntímann hafa náð að gera þá hefði ég talið það fínan árangur. Housing first, skaðaminnkun og gagnsæi er núna eitthvað sem talað er um á öllum sviðum borgarinnar, það var sannarlega ekki hægt að segja það í byrjun kjörtímabilsins.

Ég vona innilega að ég fái tækifæri til að halda þessari ótrúlega krefjandi en engu að síður skemmtilegu vinnu áfram. Það sýndi sig um nýliðna helgi á uppskerudegi stefnumótunarvinnu Pírata á höfuðborgarsvæðinnu að það er öflugur hópur af frambjóðendum hjá Pírötum í Reykjavík sem eru tilbúnir að vinna þá mikilvægu vinnu sem þarf til að halda þessu gangandi.

Höldum þessari frábæru vinnu áfram saman
Arnaldur Sigurðarson

==============
English:

I am running for the upcoming city council election and hope for your support for the top seat in the Pirate Party primaries.

If you'd rather send me questions than read a long text, you can send them to:

Arnaldur Sigurðarson on Facebook

@arnaldtor on Twitter

@arnaltor on Instagram

arnaldurpírati on Snapchat

arnaldur@piratar.is by e-mail

To tell you a little bit about myself, I joined the Pirate Party in the beginning of 2013 as a volunteer because I was fascinated by the work of the Pirate Party and the principles that it stands for. Since then I have taken on several different roles within the party. I’m a founding member of the Young Pirates of Iceland and The Pirate Party of Reykjavik which I had great faith in despite the idea to found both was not all that popular at the time, including within the party.

I spent 2 years as a member of The Pirate Party’s executive council, I’ve held the position of chairman of the Young Pirates and I’ve run for office every time the Pirate Party has stood for elections. I've also been involved with The Young Pirates of Europe where I took the position of president after MEP Julia Reda and was also involved in the founding of European Pirate Parties. The most important role that I have taken on however was to participate in the founding of the current majority coalition in Reykjavík after the last municipal elections where I was running in 4th place. After the election I was asked to be an observer member on Reykjavik’s Education and Youth Committee on behalf of the Pirate Party.

In the beginning of 2017 my committee work changed to a substantial degree, I moved over to being observer member of The Human Rights Comittee of Reykjavik where I shortly after became a full-fledged member along with being a deputy in The Education and Youth Comittee, The Culture and Tourism Committee and The Health Committee. Alongside my work within the Pirate Party I finished my University degree in Sociology last summer.

It is almost the end of the current term and therefore natural that the Pirates that are currently working within city council examine what we’ve done over the last 4 years. That work is in it’s final stages and a report will be released, detailing what we’ve achieved and what we could have done better.
Working for the city of Reykjavik over the past 4 years has been an unbelievable experience, and we have achieved some amazing things but there is still a mountain of work that needs to be done. I decided to run again this year after a lot of encouragement from people within The Pirate Party as well as outside the party but also in no small part because our current city council member, Halldór Auðar Svansson is not seeking reelection. I feel a sense of duty to bring my experience to the table for this next term.

It is extremely difficult to describe to an outsider what it’s like to work for the city of Reykjavik, the sometimes sensible and sometimes nonsensible restrictions that are placed on how you do your job. The main lesson I have learned over the past 4 years is that there is a clear divide between the understanding that an elected official has of how the city works and how an average citizen has of how the city works. Our main goal as Pirates in city council has been to bridge that gap of understanding and to connect the core Pirate principles into the city’s work. Nowhere has this been clearer than when we opened the city’s finances to the public, when we pushed through Reykjavik’s information policy and Reykjavík’s democracy policy that we are working to implement now. The democracy policy is essential for the city to function in an effective and transparent manner.

One important role that a Pirate candidate will be facing is to show voters the good works that we’ve been doing over the last term. We must defend a lot of decisions and some very unpopular decisions, a role that I don’t take lightly but one that I also think I could do very well. Candidates from other parties have come forward to say that a lot of important work within the city of Reykjavik, such as the Human Rights Office and The Governance and Democracy committee is unnecessary. We as Pirates must defend the good works of these essential city institutions. We must defend the idea that decentralization and empowerment of average citizens is essential to make the city of Reykjavik a great place to live.

Pirates in city council have been incredibly effective when you consider the fact that we only have one full member of city council. We have either finished or put forward proposals that are currently being worked on for almost every part of our election platform for 2014. It will be interesting to see what we can achieve if we get even more Pirates elected this time around. I would love to continue working on what we’ve been doing this part term, I want to see the democracy policy put in place, I want to see a searchable database for all the city’s decision making and what the current status is for any proposal.

It is incredibly important that we as Pirates approach these upcoming challenges in broad terms, the democracy policy will make it a lot simpler to make necessary change within the city of Reykjavik. It’s impossible to get a car that’s stuck in the mud out if you keep driving forward and deeper, in much the same manner it is impossible to make good and effective decisions if there is no good way to track those decisions.

Education is an issue that is vital to me and I would like to see a lot more changes than I was able to make during my time in the Education and Youth Committee. It is an ugly truth that you have to fight for every tiny change and everything is dependent on how much money is available. I am however incredibly optimistic about the future of education in Reykjavik, the future education policy is solid, we have consulted some of the world’s top experts including Pasi Sahlberg and Andy Hargreaves to help us build plans for an educations system of the future, where every student has a real chance to achieve their goals.

Pirates have had a substantial influence on the way people talk within the city, and if that was all we had achieved I would gladly call that excellent progress. Housing first, harm reduction and transparency is now something that is discussed at every level in the city’s bureaucracy, which could certainly not be said at the beginning of this term.

I sincerely hope that I get the chance to continue this incredibly demanding but none the less rewarding work. There are definitely a bunch of candidates running that are ready and willing to do the work necessary to keep this work going.

Let’s continue achieving great things together.

Yours truly,
Arnaldur Sigurðarson