Ásta Hafberg (AstaHafberg)

Ég er fædd í Reykjavík og gerðist síðan heimshornaflakkari bæði innlendis og erlendis, í dag er ég hvergi og allstaðar frá. Ég er menntaður viðskipta og smáríkjafræðingur en hef snert við ansi mörgu starfinu á minni 45 ára ævi og hef reynslu af allskonar. Í dag starfa ég á Núpi í Dýrafirði yfir sumartímann og með alzheimersjúklinga yfir vetrartímann.
Ég er alin upp við rökræður og skoðanaskipti og hef alla tíð haft skoðanir á samfélags og þjóðfélagsmálum. Ég er með risa réttlætiskennd og þörf fyrir að samfélagið og fólkið sem býr í því sé sett í forgang. Samvinna og samkennd og mannréttindi eru orðin sem eiga mjög vel við lífsýn mína.