Snæbjörn Brynjarsson (SnæbjörnBrynjarsson)

Ég er bjartsýnn maður og trúi því að í framtíðinni verði Ísland komið með nýja og betri stjórnarskrá, betra stjórnkerfi, og í kjölfar nýrra leikreglna ekki bara opnari pólitík heldur sanngjarnari.

Ég trúi því að það muni kosta baráttu, en samt ekki eintóm leiðindi. Það sem laðaði mig að pírötum var hugvitsemi, húmor og sú tilfinning að ég væri velkominn í að taka þátt og segja skoðun mína ólíkt því sem ég upplifði nærri öðrum stjórnmálahópum.

Aðeins um mig: Er rosalega stoltur af því að hafa unnið íslensku barnabókaverðlaunin ásamt Kjartan Yngva vini mínum fyrir bókina Hrafnsauga, og bókseríunni sem fylgdi í kjölfarið. Vann um nokkurt skeið í franska leikhúsheiminum sem leikari og ýmist annað, túraði þvert yfir heiminn og vann með mjög ólíku fólki í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi svo dæmi séu nefnd. Lærði japönsku og fór út í nám við Waseda í Tokyo, Japan, hef búið þar og víða annars staðar og unnið á mörgum stöðum. Menntun mín er bæði í sviðslistum og japönsku.