Snæbjörn Brynjarsson (SnæbjörnBrynjarsson)

Rithöfundur, pistlahöfundur, menningarrýnandi og leikhúsmaður.
Hef búið í Frakklandi og Japan, unnið fyrir leikhús, dagblöð, bókasöfn og sjálfan mig.

Öll mál eru mikilvæg. Það eru í raun engin jaðarmál til því fyrir sprautufíkilinn sem er læstur inni í stað þess að fá hjálp skiptir máli að við hættum refsistefnu og fyrir blaðamanninn sparar ókeypis aðgengi að fyrirtækjaskrám og ársreikningum talsverðu máli. Hin klassísku Píratamál, nútímalegur hugverkaréttur skiptir gríðarlegu máli nú og mun skipta enn meira máli á öld þrívíddaprentunar og kortlagningar á öllu genamengi heimsins.

En ef þið eruð að lesa lýsingu mína vegna prófkjörsins sem stendur yfir núna þá ættuð þið að vita hvaða mál ég brenn fyrir. Það er einfalt:
1. Betri leigumarkaður. Ég finn á mínu eigin skinni sem leigjandi sem missir íbúð eftir nokkra mánuði hversu erfiður markaðurinn er. Skortur á góðum, ódýrum og litlum íbúðum ógnar stöðugleika Íslands og veldur spekileka úr landinu. Það er gríðarlega mikilvægt að leysa úr þessu, en það verður ekki gert með popúlískum yfirlýsingum heldur langtímamarkmiðum. Við þurfum meiri réttindi handa leigjendum, vernda þá og styðja við óhagnaðardrifin leigufélög.
2. Við höfum vanrækt menntamál svakalega í landinu og gleymt að spyrja okkur spurninga um hvernig við eigum að mennta fólk á tímum sjálfvirknivæðingar. Ég er sjálfur menntaður við listaháskólann og hef barist fyrir því að koma honum í viðunandi húsnæði. (Já húsnæðismálin laumuðu sér líka inn í menntamálin), þetta er mál sem hefur verið í biðstöðu í 20 ár, en það gengur ekki að nemendur hírist í myglu ár eftir ár með heilsutjóni. Í hinu víðara samhengi snýst þetta þó ekki bara um húsnæði skólanna, heldur að við setjum fókus á menntamálin. Ein flottasta stefna Pírata að mínu mati er námsstyrkjastefnan, við ættum að gera það að kosningamáli.
3. Stjórnarskrárbreytingar eru nauðsynlega. Við vitum að við þurfum að uppfæra Ísland og það verður ekki gert án þess að betrumbæta stýrikerfið. Bætum upplýsinga-aðgengi, gefum fólki vald til að kalla eftir kosningum þegar því hentar (ekki þegar pólitíkusar þurfa að redda sér) og aðskiljum framkvæmdar og löggjafarvaldið.

https://stundin.is/blogg/snaebjorn-brynjarsson/hi-islenska-cargo-cult/
https://kjarninn.is/skodun/2016-10-26-island-hvad-aetlardu-ad-gera-thegar-thu-ert-ordin-stor/
https://stundin.is/grein/1566/vitnisburdur-ur-byltingu-thegar-eg-var-handtekinn/