Bjartur Thorlacius (b)

Sérsvið: atvinna og velferð, heilsa og lækningar.
Góðgerðarmál: 90% til Lækna án landamæra og Partners in Health. 10% til Mæðrastyrksnefndar og UN Women.

Uppalinn af lögfræðingi og tónlistarkennara. Vangaveltur æsku minnar voru: Stuðlar boðskapur barnaefnis að friðsemd og velsæld? Hvers vegna mega strákar fara úr að ofan þar sem stelpum er það bannað? Hvers vegna er skólaskylda barna lögbundin en endurmenntunarbúðir fullorðinna mannréttindabrot? Hvernig getum við unnið saman að samrýmanlegum en fjölbreyttum markmiðum?

Stofnaðili og fv. ritari framkvæmdaráðs Pírata.
Starf: forritari hjá Valitor.
Menntun: tölvunarfræðingur.
Núverandi mastersnám: reikniverkfræði.
Fyrri störf: forritari hjá Miracle, HÍ/Veðurstofu og Hraðskjá. Netstjóri Sambýlis fatlaðra Hólmasundi.