Björn Leví Gunnarsson (bjornlevi)

Ég er 2. þingmaður Reykjavíkur norður. Menntun mín er á sviði upplýsingatækni í námi (online social learning) — það þýðir að ég skoða hvernig samskipti fólks á netinu hafa áhrif á nám. Ég er menntaður í kerfisgreiningu og hvernig/af hverju þau virka eða ekki. Ég berst gegn notkun rökvillna í stjórnmálum sem og annars staðar. Ég tek þátt í stjórnmálum af því að ég lít á þau sem kerfi sem virkar ekki og sem ég vil laga. Ég lít á þingið og stjórnkerfið sem þjónustutæki en ekki stjórntæki. Lýðræði kemur frá fólkinu en ekki til fólksins.

Ég hef lifað og starfað út um allt. Ég hef búið á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og erlendis. Ég hef unnið í sveit, fiskvinnslu, byggingarvinnu, opinberri þjónustu, tölvuþjónustu, við gæðastjórnun í alþjóðlegu leikjafyrirtæki og kennt í leik- og grunnskóla.

Markmið mitt í stjórnmálum er að búa til betra; sanngjarnara, heiðarlegra og mannlegra kerfi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að slíkt kerfi verður aldrei tilbúið vegna þess að samfélagið þróast og breytist. En það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að það þarf svo nauðsynlega á uppfærslu að halda í dag. Þær breytingar sem hafa orðið á samskiptum manna á milli með nýrri tækni til þess að tjá og skilja hafa haft gríðarleg áhrif á það hvernig samfélagið í heild hagar sér. Samfélagið býst við meiri ábyrgð, meiri upplýsingum, meiri samvinnu. Kerfið verður ekki sanngjarnara nema fólk beri ábyrgð. Kerfið verður ekki heiðarlegra nema með því að allir fái aðgang að upplýsingum. Kerfið verður ekki mannlegra nema með meiri samvinnu.

Stjórnmál hafa hingað til snúist að miklu leyti til um völd. Nálgun Pírata er hins vegar valddreifing. Með valddreifingu næst samvinna. Upplýsingar eru líka valdatæki fyrir þá sem búa yfir þeim. Með dreifingu upplýsinga er völdum dreift. Valdbeiting er ekki sanngjörn. Vald spillir.

Frambjóðendur eru beðnir um að svara eftirfarandi spurningum:

1. Ef þú nærð kjöri til alþingis og seinna kæmi til ágreinings og aðstæðna þar sem þú segðir þig úr flokknum. Myndir þú segja af þér og víkja þingsætinu til varamanns eða starfa áfram sem óháður eða með öðrum flokkum?
Ég myndi segja af mér og hleypa næsta Pírata að.

2. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já.

3. Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?
Ný stjórnarskrá vegna þeirra víðtæku réttindaáhrifa sem hún hefur fyrir fyrir alla Íslendinga.

4. Hvað telur þú að þú hafir til brunns að bera sem geri þig að góðum kosti til að gegna þingmennsku fyrir Pírata?
Ég legg mín verk sem varaþingmaður og þingmaður í hendur kjósenda (http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1215).

Píratakveðjur,
Björn Leví Gunnarsson

Afnám hnefaleikabanns og keppni í bardagaíþróttum

Útgáfa 2 (Tillaga)

Afnám verðtryggðra neytendalána og möguleg lækkun fjármagnskostnaðar neytenda

Útgáfa 1 (Hafnað)

Almenn heilbrigðisstefna

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Drög stjórnarskrárnefndar að ákvæði um auðlindir í þjóðareign

Útgáfa 1 (Hafnað)

Drög stjórnarskrárnefndar að ákvæði um náttúru og umhverfi

Útgáfa 1 (Hafnað)

Drög stjórnarskrárnefndar að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur

Útgáfa 1 (Hafnað)

Efnahagsstefna

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Fjárhagslegur stuðningur við námsmenn

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Gagnsæi í eignarhaldi íslenskra fyrirtækja og aflandsfélaga í eigu Íslendinga

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Heilsuspillandi raka- og myglumál í húsum

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Kosningaaldur

Útgáfa 2 (Samþykkt)

Landbúnaður

Útgáfa 8 (Hafnað)

Lýðræðisefling á öllum stjórnsýslustigum

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Lög Pírata

Útgáfa 5 (Hafnað)

Útgáfa 6 (Úrelt)

Útgáfa 21 (Hafnað)

Markaðssvæði internetsins

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Menntamál

Útgáfa 5 (Tillaga)

Opnun fjármála stjórnmálaflokka

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Orkumálastefna

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Persónuafsláttur

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Rafrettur

Útgáfa 1 (Tillaga)

Sjávarútvegsstefna

Útgáfa 4 (Samþykkt)

Stefna um Pírataspjallið

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Stjórnarskrá stjórnlagaþings og kosning um ESB viðræður

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Útsvar fyrirtækja

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Úttekt á kvótakerfinu

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Verndun miðhálendis Íslands

Útgáfa 1 (Samþykkt)

Þunn fjármögnun

Útgáfa 1 (Samþykkt)