Dóra Björt Guðjónsdóttir (dorabjort)

Ég er formaður Ungra Pírata og í 6. sæti fyrir Pírata í Reykjavík suður fyrir Alþingiskonsingarnar 2016.

Grunnstoðir lýðræðisins eru mér hugleiknar. Ég er 28 ára gömul, menntuð í alþjóðafræði og heimspeki í Noregi og Þýskalandi og hef undanfarið ár unnið sem framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla. Eftir að ég flutti út fór ég að sjá Ísland í nýju ljósi og þau spillingar- og lýðræðisvandamál sem við búum við og hóf að taka meiri þátt í samfélagsumræðunni.

Ég stofnaði feministafélag Oslóarstúdentanna (Feministisk forum) árið 2012 þar sem ég var fyrsti formaðurinn, var gjaldkeri í aðalstjórn Hins Norska Stúdentasamfélags (Det Norske Studentersamfund) þar sem ég bar ábyrgð á 300 milljónkróna fjárhagsáætlun og hef verið í stjórn heimspekinema Oslóarháskóla.

Málefni ungs fólks eru mér sérstaklega hugleikin. Menntakerfið þarf að vera sterkt og opið öllum en eftir mikinn niðurskurð Lánasjóðs íslenskra námsmanna er nánast ómögulegt fyrir venjulegt fólk, án ríkra foreldra, að fara utan í nám. Það þarf að bæta LÍN. Kaupmáttur námsmanna er líka allt of lélegur. Þetta eykur stéttaskiptingu og grefur undan lýðræðinu. Menntun eykur verðmætasköpun og hjálpar okkur að flytjast úr auðindasamfélagi yfir í þekkingarsamfélag framtíðarinnar. Húsnæðismarkaðurinn gerir ungu fólki erfitt fyrir að flytja að heiman. Við þurfum alvöru valfrelsi um leiguhúsnæði eða húsnæði í einkaeign. Ísland er ásamt Noregi það land í Evrópu þar sem flestir eiga húsnæði í séreign og það er ekkert endilega sniðugt í fjármálaumhverfi með óstöðugri mynt þar sem við þurfum að greiða húsnæðið 1,5 sinnum áður en við raunverulega eignumst það.

Fjölmiðlar þurfa að vera sterkir og óháðir og raunverulegt fjölmiðlafrelsi, þar sem stjórnmálamenn reyna ekki eða geta ekki haft áhrif á umræðu fjölmiðla, verður að vera til staðar en það er það ekki í dag á Íslandi. Svo þarf að rækta góða lýðræðismenningu með því að hafa kennslu á gagnrýnni hugsun og mikilvægi lýðræðisins samtvinnaða öllu námi. Við þurfum nýja stjórnarskrá til að byggja undir þessar lýðræðislegu breytingar sem eru nauðsynlegar.

Sjónvarpsviðtal við mig á Hringbraut: https://www.youtube.com/watch?v=9BA0V4Cwu14
Síðan mín á Facebook: www.facebook.com/DoraBjort
Bloggið mitt á Stundinni: www.stundin.is/blogg/dora/
Eldri greinar:
Lýðræði í blíðu og stríðu, Fréttablaðið - http://www.visir.is/lydraedi-i-blidu-og-str…/…/2013712249979
På Island knebles akademikere og journalister, Aftenposten, Noregi - http://www.aftenposten.no/…/Pa-Island-knebles-akademikere-o…
Vér mótmælum öll, Kjarninn - http://kjarninn.is/skodun/ver-motmaelum-oll/
Hvað viltu mér með þetta frelsi þitt? Fréttablaðið - http://www.visir.is/hvad-viltu-mer-med-thet…/…/2015702069967

Píratakveðjur,
Dóra Björt Guðjónsdóttir