Guðfinna Kristinsdóttir (guffa)

Ég heiti Guðfinna Kristinsdóttir.
Ég tilkynni hér með að ég vil bjóða mig fram í 6-7 sæti Pírata í Reykjavík.
Ég er annar stjórnandi Hundasamfélagsins, sit í stjórn Félags Ábyrgra Hundaeiganda og virk í stefnumótun Dýravelferðar Pírata og ævilangur meðlimur Aldrei kaus ég Framsókn. Ég hef seinasta árið aðstoðað fjölda hunda að finna nýtt heimili, var í vinnuhópi Strætó um að leyfa gæludýr í strætó og myndað stefnu varðandi velferð hunda sem gæludýr. Hef tekið að mér grafík verkefni hjá fjölmiðlahópi Pírata og er mjög spennt fyrir komandi verkefnum.
Ég er skapandi nörd með ferlablæti og hundamanneskja. Elska vel hannaða ferla sem einfalda kerfi. Með brennandi réttlætiskennd, sé vandamál frá öllum hliðum, viðurkenni þegar ég hef rangt fyrir mér og er áhugamanneskja gullna meðalvegsins. Ég styð friðhelgi einkalífsins og vil sjá jákvæða styrkingu í meiri mæli þar sem við á, frekar en sektir og refsingu.
Ég er fædd 1992 og uppalinn á Neskaupsstað, bjó í Borgarnesi og í Reykholti. Foreldrar mínir ólu mig upp við trúfrelsi, skoðanafrelsi og mikilvægi rökstuðnings og fræðslu. Ég kynntist bæði kristni og bahai frá foreldrum mínum, ég hef kynnt mér mörg trúarbrögð af áhuga. Ég er trúleysingi í dag en trúfrelsi og jafnrétti trúarbragða er mér mikilvægt. Ég styð aðskilnað ríkis og kirkju, ég geri mér fyllilega grein fyrir að það þarf aðlögunartíma varðandi breytingar sem þessar.

Ég byrjaði að vinna 14 ára gömul í þjónustustörfum og vann með allri minni skólagöngu síðan þá. Þekki það vel að lenda á milli í kerfinu þar sem ég hef hvergi átt rétt á framfærslu og þurft að berjast fyrir hinni minnstu hjálp eftir slys sem ég lenti í 19 ára gömul og því réttindi þeirra sem minna meiga sín mér hugleikinn. Ég bý í Reykjavík með kærastanum í mínum og stórum hund sem heitir Tyrael og er Alaskan Malamute.

Ég vil beita mér sérstaklega í bættum réttindum fólks með gæludýr og einfalda bótakerfi atvinnulausra og öryrkja þar sem þetta eru vandamál sem ég þekki að eigin raun. Ég vil þó ekki aðeins vinna í vandamálum sem ég finn fyrir heldur vil ég sjá jafnrétti og bætta velferð í heilbrigðiskerfinu, landbúnaði, sjávarútvegi og húsnæðismálum svo eitthvað sé nefnt. Ég er svo heppin að eiga mitt eigið húsnæði, að hluta, en ég veit að það er svo sannarlega ekki svo með marga á mínum aldri. Lánin eru ekki neitt til að hrópa húrra yfir, en þó skömminni skárra en leigumarkaðurinn og þessu þarf að breyta.

Húsnæðismál
Ég sé skemmtilega möguleika í tengingu í lífeyrissjóða og íbúðalána fyrir ungt fólk.
Tryggja þarf lámarks lóðaframboð á hverju ári í bæjarfélögum.

Sjávarútvegur
Færeyska leiðin lítur vel út að mörgu leiti, aðskilnaður vinnslu og útgerðar tel ég nauðsynlegt og hafa opið kerfi. Nauðsynlegt er að útgerðir greið almennt gjald fyrir aðgegngi að auðlyndum okkrar allra.

Dýravelferð
Bændur sem fundnir eru sekir um dýraníð séu sviptir styrkjum mun hvetja bændur til að bæta velferð búdýra.
Endurskoða þarf verksmiðjubú og herða reglugerðir sérstaklega svína og hænsnabúa.
Banna loðdýrarækt og fiskeldi í skrefum.
Endurskoða þarf Hundaeftirlitið svo fleiri hundaeigendur skrái og tryggji dýrin sín.
Hvetja þarf til þess að kattareigendur skrái og geldi kettina sína.
Stykja þarf heimildir Matvælastofnunnar til að taka dýr, sekta einstaklinga og banna þeim aða eiga dýr vegna dýraníðs.
Stofna þarf athvarf fyrir dýr sem eru að koma úr slæmum aðstæðum.
Leyfa hundaeigendum að skrá hundana sína í fjölbýli þar sem er utanáliggjandi stigagangur. Sé stigagangur innan húss þarf að óska eftir læknisvottorði sem staðfestir að einstaklingur getur ekki þolað umgang dýrs í stigaganginum.
Verslunar- og veitingarhúsaeigendur fá sjálfir það val um að leyfa hunda eða ekki, á aðeins við í þeim rýmum þar sem ekki er unnið með matvæli.

Lín
Frumvarpið sem kom fram á seinasta þingi hafði marga kosti. Að færa okkur í átt að norræna styrkveitngu samhliða námslánum er mjög gott skref.
Frumvarpið er hinsvegar með stóra galla, td er varðar gjaldþrot, fyrstu afborganir, of háa vexti og tamörkuð lán fyrir námsmenn sem ætla í lengri framhalds- og doktorsnám.

Öryrkjar og aldraðir
Borgaralaunin hafa þar marga kosti, tryggja þarf öldruðum og öryrkjum raunverulegri grunnframfærslu og að sú grunnframfærsla dragist aldrei aftur úr.
Það er algjörlega óásættanlegt að skerða bætur öryrkja og aldrðara vegna annara tekja eins og kerfið er í dag, svokallað “króna á móti krónu” leiðin.
Afnema þarf maka- og tekjutengingu innan eðlilegra marka.
Húsnæðismál öryrkja og aldraðra þarf innspýtingu þar sem öryrkjar geta búið við meira sjálfstæði kjósi þeir þess. Blokkirnar við Hátún henta mjög takmörkuðum hópi öryrkja, þjónustumiðstöðvar sem þessar eru nauðsynlegar fyrir ákveðinn hóp, en kvöð fyrir aðra. Öryrkjar eiga að fá að velja í meira magni hvað hentar þeim og þarf uppbygging á búsestuúræðum fyrir báða hópa.

Menntamál
Nútímavæða þarf háskólann fyrir fjarnám, til dæmis með því að hafa þjónustumiðstöð í menntastofnunum um land allt sem nýta má til próftöku í heimabyggð samhliða fjarnámi.

Ég er opin fyrir nýjum upplýsingum, tek öllum lausnum með fyrirvara um að ég sjái fyrir þeim næg rök. Ég tel þurfa að endurskoða kvótakerfið, að fólkið í landinu fái að njóta auðlinda. Endurskoða þarf búvörusamningana, bændur nái að standa í sjálfstæðum rekstri og styrkja dýravelferð í landbúnaði, nauðsynlegt er að koma inn þeirri reglu að bændur sem verða uppvísa um brot á dýravernd séu sviptir styrkjum. Ég hef sjálf brennt mig illa á LÍN og vil lánakerfið endurskoðað svo fólk endi ekki með himinháan yfirdrátt ef önn gengur illa.
Óþolandi siðferðiskennd sem vill finna sem bestu lausn fyrir alla aðila sem eiga aðild að máli.

Ég skráði mig í Pírata snemma árið 2014, ég var búin að fylgjast með Pírötum frá upphafi og tengdist strax stefnu flokksins í gagnrýnni hugsun. Ég hafði aldrei skilið pólitík og að velja hægri eða vinstri, þessar öfgar í sitthvora áttina henta mér alls ekki. Einnig fagna ég því að grasrótin fái að vinna með stefnumótun flokksins. Í fyrsta skipti fann ég mig í pólitík þó ég hafði fylgst með frá unga aldri.

Hér er greinasafn eftir mig:

Týndi Týri
https://www.karolinafund.com/project/view/954
https://www.facebook.com/tyndityri/?fref=ts
Viðtöl:
http://www.frettatiminn.is/draumurinn-er-ad-flytja-til-utl…/
http://www.dv.is/…/brotid-ur-berlinarmurnum-vid-hofda-ligg…/
Hundasamfélagið
http://www.hundasamfelagid.is/
Viðtöl vegna smáforritsins Týndi Týri:
http://bleikt.pressan.is/…/gudfinna-thetta-myndi-minnka-st…/
http://kvennabladid.is/…/11/13/hjalp-hundurinn-minn-er-tyn…/
https://soundcloud.com/gu-fin…/vital-hja-svala-og-svavarimp3
http://www.mbl.is/…/2…/05/12/dyrara_ad_leysa_ut_sibrotahund/
Skrif eftir mig:
Loðbörnin
http://www.fah.is/node/274
Að lifa í óvissu
http://www.fah.is/node/275
Frekja Hundaeigenda
http://www.fah.is/node/273
Að gera úlfalda úr mýflugu
http://www.fah.is/node/272
Merkjum hundinn
http://www.hundasamfelagid.is/merkjum-hundinn/