Kári Valur Sigurðsson (karivalur)


Ég er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Ég er fráskilinn, faðir tveggja drengja, 17 og 19 ára. Áhugamál mín eru Píratar, stjórnmál, útivist og stangveiðar. Í 13 ár vann ég í slippnum í Hafnarfirði og var trúnaðarmaður verkamanna þar í tvö ár.
Árið 2002 útskrifaðist ég sem pípari og flutti sama ár til Danmerkur þar sem ég var búsettur í 11 ár.

Ég fluttist aftur til Hafnarfjarðar 2013, tók þátt í stofnun Pírata í Hafnarfirði og sat í stjórn félagsins í 3 ár, þar af síðustu tvö árin sem formaður.
Á aðalfundi Pírata 2016 var ég slembivalinn sem varamaður í framkvæmdaráð Pírata og tók síðar sæti aðalmanns.

Það sem ég vil setja á oddinn í bæjarstjórnarkosningunum er íbúalýðræði. Það er mikilvægt að fólk fái að koma að ákvarðanatöku um hvernig samfélagi það vilj búa í oftar en á fjögurra ára fresti. Lýðræðisstefnan sem Píratar í Reykjavík hafa verið að vinna að er að mínu mati eitthvað sem Píratar á landsvísu ættu að sameinast um að gera að sínu ásamt gagnsæi í stjórnsýslu. Síðustu misseri hafa sýnt okkur fram á að það er nauðsynlegt að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum og að kjósendur séu upplýstir um störf fulltrúa sinna.

Ég sækist eftir eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Hafnarfirði. Ég hef farið með Pírötum í gegnum bæjarstjórnarkosningar og tvennar Alþingiskosningar sem uppfylling á lista og finn nú hjá mér þörf fyrir að stíga fram. Ég tel mig vera vel hæfan og frambærilegan til þess að leiða listann.