Kári Valur Sigurðsson (karivalur)

Ég er 46 ára pípari og fráskilinn tveggja barna faðir. Ég er einn af stofnfélögum pírata í Hafnarfirði og hef verið formaður félagsins síðan 2015 einnig er ég varamaður í framkvæmdaráði.
Ég var verkamaður hjá Skipasmiðjunni Dröfn í 13 ár og trúnaðarmaður verkamanna um tíma. Ég lærði pípulagnir hjá A. H pípulögnum og lauk sveinsprófi árið 2002 og flutti til Danmerkur sama ár.
Í Danmörku vann ég við pipulagnir og ýmis störf í blikksmiðju, flutti aftur til Íslands árið 2013 og hóf störf hjá A.H pípulögnum þar sem ég vinn enn.

Ástæða fyrir því að ég býð mig fram er sú að ég er óánægður með stjórn landsins og vil taka þátt í að breyta samfélaginu sem við búum í.