Jóhanna Sesselja Erludóttir (lellagella)

Ég heiti Jóhanna Sesselja Erludóttir en hef alltaf svarað nafninu Lella.

Ég er fjögurra barna úthverfamamma með brennandi áhuga á mannréttindum, náttúruvernd, alþjóðasamskiptum og bættu lýðræði. Einnig liggja málefni fjölskyldna og barnafólks þungt á mér, sérstaklega nú þegar ég er sjálf í fæðingarorlofi.

Ég er orðin þreytt á því að nöldra bara yfir pólitískum ákvörðunum og misbrestum í samræðum við mína nánustu og langar að vinna hugðarefnum mínum brautargengi á Alþingi. Þess vegna býð ég fram krafta mína í nafni Pírata.
Ég hef fjölbreytta starfsreynslu og menntun sem myndi klárlega nýtast mér og flokknum á þingi.