Guðmundur Ragnar (mummi.digital)

Frambjóðandi til prófkörs Pírata í Reykjavík 2016 ; Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Störf og reynsla;
Ég hóf störf við tölvur 1980. Á þeim tíma var ég að kenna, forrita og breyta breyta tölvubúnaði til að fá Íslenska stafi til að virka. Síðar, stofnaði ég centrum.is, fyrsta fyrirtækið sem veitti tölvum landsmanna aðgang að Internetinu. - Frá árunum 1995 til 1998 var ég með útvarps þátt um Internetið á Rás 2 og stundaði “trúboð” þ.e. kenna og kynna Interneti fyrir þjóðinni.
Er vel kunnugur Frjálsum hugbúnaði, hef t.d. notað Debian GNU Linux síðan 1995.
Á þessum árum var ég líka að hanna hljóðkerfi m.a. fyrir Utangarðsmenna, vinna við kvikmyndir, Börn Náttúrunnar, Sódómu og nokkrar aðrar "eldri" myndir en síðar Collateral Murder og nokkur önnur kvikmyndaverkefni, oftast við hljóð.
Hef kennt; hugleiðslu, um hráfæði, á tölvur og netið. Kenndi fyrsta html námskeiðið.
Var á árum áður framarlega á sviði heilsufæðis, stofnaði fyrsta hráfæðis veitingastaðinn.

Ég hef stundum leikið hlutverk frumkvöðuls. Mér finnst alltaf gaman að skoða framtíðina og finna eitthvað sem “er að koma” sem ég vil kynna, styðja og vinna að. Segja má að þegar eitthvað sé farið að virka missi ég áhugann,

Stefna og viðhorf
Ég trúi á kerfislægar breytingar.
Ég trúi ekki á að tjasla handónýtt (hag)kerfi.
Ég trú ekki að fólkið í hinum flokkunum séu “ekki nógu góðar manneskjur”.
Vil draga úr vinnu og neyslu. Vil að fólk hafi tíma til að sinna sjálfu sér og samfélagi sínu.

Áskorun:
Grundvallar kerfis breytingar er eina raunhæfa leiðin.
Píratar þurfa að halda til haga grundvallar eiginleikum stefnu sinnar. Það eru stór vandamál sem þarf að sinna; hagkerfið er ekki lengur “hag”kerfi, vistkerfið að hruni komið og fleira mætti nefna sem er ekki eins og það “ætti að vera”.

Ég tel hlutverk Pírata að innleiða nýja nálgun. Ekki bara í því smáa, heldur, ekki síður og enn frekar - í stóra samhenginu. Við þurfum “nýtt stýrikerfi” fyrir samfélagið í heild. Frjálsan hugbúnað í stað þeirra “vondu” kerfa sem fyrir eru.

Við höfum tækifæri til að skapa samfélag sem þjónar mun betur þörfum fólksins og bætir samskipti okkar við vistkerfi sem við erum hluti af.

Aðrir stjórnmálaflokkar hafa rætt um svipaða nálgun mörg undanfarin ár. Munurinn er sá að Píratar hafa þá stefnu að skipta um stýrikerfi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við séum til í að taka jákvætt á málum sem eru til góðs. Munurinn er hins vegar sá - að Píratar hafa þar að auki talað fyrir kerfis breytingum.

Ástæða þess að ég býð mig fram í prófkjöri Pírata í næstu þingkosningum er að mér sýnist Píratar vera missa sjónar á grundvallar gildum sínum. Það er búið að bætast í hópinn fjöldi fólks með frábærar hugmyndir. Því miður ganga þessar hugmyndir þó oft út á að gera núverandi kerfi eitthvað skárra. Þetta sama fók sem vill bæta kerfið er um leið tilbúið að verja kerfið þegar “of” róttæk hugmynd kemur fram. Guð forði okkur frá að verða VG eða Samfó 2.0.

Því segi ég, björgum því sem bjargað verður, breytum því sem breyta þarf.