Solveig Lilja Óladóttir (sollilja)

Ég heiti Solveig Lilja Óladóttir og er 54 ára. Hef aðallega búið í Reykjavík en sleit þó barnsskónum á Selfossi. Fékk mína menntun í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Háskóla Íslands og á vinnumarkaðnum. Ég hef meðal annars unnið við ýmiss konar skrifstofustörf, prófarkalestur, margmiðlun og þýðingar. Á þrjú börn og eitt barnabarn.
Áhugi minn á stjórnmálum vaknaði snemma en dalaði í nokkur ár þegar allt virtist snúast um peninga og völd einstaklinga fremur en vitræna umræðu og vinnu að almannaheill. Ég lít á alþingismenn sem fulltrúa þjóðarinnar og skylda þeirra er að vinna að þjóðarhag en ekki að ota sínum tota.
Ég vil vinna að því að gera samfélagið betra, opnara og heilbrigðara og fyrsta skrefið í þá átt er að taka í notkun nýju stjórnarskrána.
Umhverfismál eru mér mikið hjartans mál og ég tel að samvinna og samhjálp fleyti okkur lengra en sjálftökuréttur og einstaklinghyggja. Ég er fylgjandi frelsi með ábyrgð og að það verði eðlilegt að allir greiði sitt til samfélagsins.
Ég sækist ekki eftir ákveðnu sæti.