Samþykkt: Skipulags- og samgöngumál
Með tilliti til:
- Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
- Grunnstefnu Pírata í Reykjavík um stjórnsýslu og lýðræði ( https://x.piratar.is/issue/109/ )
álykta Píratar í Reykjavík að:
Gera þurfi almenningssamgöngur að raunbetri valkosti. Endurskoða beri þær með það fyrir augum að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Skapa skuli sameiginlega innviði sem þjónustuaðilar á sviði samgangna geta nýtt sér til að samræma mismunandi ferðamáta á borð við strætisvagna og deilingu bíla, reiðhjóla, hesta og annarra fararmáta. Í þessu getur falist ein samræmd leið til að borga fyrir samgöngur.
Taka skuli hraðahindranir til gagngerrar endurskoðunar, þar sem þær eru dýrar og auka rekstarkostnað og mengun, bæði vegna einkabíla og almenningssamgangna. Leita skuli annarra leiða til að draga úr umferðarhraða þar sem þess þarf.
Gera þurfi átak með að gangbrautir uppfylli lagaskilyrði þar sem óljóst er á köflum hvort gangbraut sé lögleg gangbraut eða ekki.
Skoðaðir verði möguleikar á að minnka og dreifa umferðarálagi á helsta annatíma.
Þétta beri byggð, svo fremi sem uppbygging umferðarmannvirkja haldi í við þróunina og þétting verði ekki á kostnað útivistarsvæða.
Nauðsynlegt sé að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á.
Efla beri miðbæjarkjarna í hverfunum - skapa bæjarstemningu. Hafa skuli samráð við íbúa í hverfunum um að skapa slíka kjarna eða bæta þá sem þegar eru til staðar.
Samgöngur verði bættar í kringum íþróttaviðburði með því t.d. að bjóða þeim sem halda viðburðina að láta með einföldum hætti strætópassa fylgja með miðum á þá viðburði.
Tilheyrandi mál: | Skipulags- og samgöngumál |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | tharfagreinir |