Samþykkt: Lagabreytingartillaga: Heimild stjórnar til að opna prófkjör.

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Lagabreytingartillaga: Heimild stjórnar til að opna prófkjör.

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt Bergthor

Greinargerð:

Sem stendur kemur tæknilegt vandamál í veg fyrir að önnur kjördæmi en Reykjavíkurkjördæmin geti verið með svæðisbundin prófkjör. Þ.e.a.s. að vegna þessa vandamáls eru öll önnur kjördæmi nauðbeygð til að leyfa öllum skráðum Pírötum að taka þátt í sínum prófkjörum.

Sérstaða Reykjavíkurkjördæmana er að þar er bara eitt aðildarfélag sem heldur utan um prófkjör fyrir bæði kjördæmin. Það er því tæknilega mögulegt fyrir PíR að loka sínu prófkjöri. Hins vegar er það lagalega ómögulegt fyrir PíR að leyfa öðrum en skráðum félögum í PíR að taka þátt í sínu prófkjöri/um. Það er mun auðveldara að breyta lögum PíR heldur en að lagfæra tæknilega vandamálið.

Í gr. 2.4 í grunnstefnu Pírata segir "Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur."

Því er hér lagt til að bætt verði við lög PíR heimild stjórnar til að opna prófkjör vegna Alþingiskosninga fyrir öllum sem skráðir hafa verið í landsfélag Pírata í 30 daga eða lengur við sérstakar kringumstæður. Það er siðferðisleg skylda okkar að búa þannig um hnútana að við getum staðið jafnfætis öðrum pírötum.