Samþykkt: Umhverfis- skipulags og samgöngustefna Pírata í Reykjavík
Umhverfis-, skipulags- og samgöngustefna Pírata í Reykjavík
Leiðarljós:
-Öll ákvarðanataka sveitarfélaga taki mið af markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum.
-Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda, aukum kolefnisbindingu og vinnum gegn hamfarahlýnun.
-Reykjavík verði hluti af kolefnishlutlausu borgarsamfélagi höfuðborgarsvæðisins.
-Tryggjum jafnrétti milli núlifandi og komandi kynslóða.
-Hlúum að líffræðilegum fjölbreytileika með vernd og endurheimt lífríkis, náttúru og vistkerfa. Landnotkun og nýting náttúruauðlinda séu sjálfbær.
-Samgönguinnviðir snúist fyrst og fremst um að flytja fólk fremur en bíla.
-Sköpum samfélag þar sem ekki er nauðsynlegt að eiga bíl. Bíllaus lífsstíll verði ekki jaðarsport heldur ákjósanlegur valkostur allra sem búa í Reykjavík.
-Aukum valfrelsi í samgöngum með aðgengi að fjölbreyttum vistvænum ferðamátum og þjónustu í nærumhverfi með blandaðri byggð.
-Tryggjum gæði byggðar, mannvænt, grænt og lifandi borgarskipulag við alla uppbyggingu og þróun borgarrýmis.
-Skipulagsmál séu unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum á opinn og gagnsæjan hátt á forsendum langtímahagsmuna almennings.
-Stuðlum að bættum loftgæðum, hljóðvist og lýðheilsu með tækifærum til útiveru, aðgengi að heilnæmu umhverfi og náttúru í þéttbýli.
-Styðjum við uppbyggingu húsnæðis í samræmi við þarfir íbúa í samstarfi sveitarfélaga og ríkis.
- Uppbygging fyrir efnaminni hópa sé ekki á kostnað umhverfis- eða lífsgæða.
Markmið
-Þétting byggðar og samgönguskipulag fyrir loftslagið, fólk og framtíðina.-
-Breytum ferðavenjum:
- Hröðum uppbyggingu Borgarlínu.
- Ekki verði farið í umferðaraukandi framkvæmdir.
- Þétting byggðar haldist í hendur við góðar almenningssamgöngur og áhrifasvæði Borgarlínu. Ný byggð í Keldnalandi rísi samhliða Borgarlínutengingu, ellegar verði bíllaus.
- Mislæg gatnamót gerð víkjandi og kveðið á um endurhönnun þeirra fyrir vistvæna ferðamáta.
- Tryggjum aðgengi fyrir gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma, öruggar hjáleiðir þar sem pláss fyrir bíla er tekið undir gangandi og hjólandi. Skoðum að setja þrengri tímamörk á lokun umferðar vegna framkvæmda og innheimta gjöld eftir þann tíma.
- Við vetrar- og vorþjónustu skal setja hjóla- og göngustíga framar í forgangsröðun svo að fólk komist leiðar sinnar gangandi og hjólandi allt árið.
- Reykjavík verði leiðandi í aðgengi vistvænna ferðamáta á öllum sínum starfsstöðvum.
- Skipulag og hraðatakmarkanir taki mið af því að fækka slysum og auka öryggistilfinningu gangandi og hjólandi. Reykjavík verði skilgreind sem 50 km hámarkshraðasvæði.
- Innleiðum stafræna lausn sem sameinar alla þjónustuaðila á sviði samgangna.
- Fléttum saman almenningssamgöngur alls staðar á landinu.
- Sveitarfélög bjóði upp á fjarvinnu, störf án staðsetningar og opin vinnurými fyrir borgarstarfsfólk í úthverfum, til að draga úr óþarfa ferðalögum.
- Unnið skuli að því að draga úr óþarfa skutli og auka sveigjanleika í ferðatíma með fjölbreyttum leiðum eins og að tryggja örugga samgönguinnviði í kringum skóla- og frístundastarf, nýta frístundarútur eftir þörfum og skoða skipulag þjónustu s.s. skólatíma barna og tímasetningar íþróttaæfinga.
- Tryggjum gjaldfrjálsar og aðgengilegar almenningssamgöngur fyrir börn upp að 18 ára aldri.
- Komum aftur á næturstrætó.
-Þróum bíllausa byggð með frelsi frá bílaeign:
- Við þróun og uppbyggingu nýrra hverfa sé ávallt ávallt gengið út frá bílleysi og skal sérstaklega rökstutt hvar bílar skuli komast um. Ekki sé sjálfkrafa gengið út frá að því götur séu bílagötur.
- Fjölgum bíllausum svæðum þar sem umferð er beint í burtu nema fyrir íbúa og aðföng rekstraraðila, svo sem í Kvos og miðborg. Einnig skal skoða möguleika á göngugötum í fleiri hverfum.
- Fækkum bílastæðum og komum á gjaldskyldu víðar.
- Virkir ferðamátar séu í forgangi í öllu skipulagi, það er að hönnun, umhverfi og öryggi sé á forsendum þeirra sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur og að óheimilt sé að leiða slíka ferðamáta í krókaleiðir og útúrdúra.
- Fjölgum markvisst vistgötum og þrengjum bílagötur í íbúðarhverfum, drögum markvisst úr umferðarhraða og stuðlum þannig að lækkun hlutfalls bílferða.
- Bílastæði á yfirborði verði víkjandi. Þegar kemur að því að koma bílum fyrir verði bílastæði samnýtt og litið til uppbyggingar miðlægra bílastæðahúsa.
- Auknar kröfur verði gerðar um fjölda og gæði hjólastæða.
- Styðjum við fjölbreytt deilihagkerfi í samgöngum svo að íbúar geti ferðast um borgina án þess að þurfa að eiga farartæki.
- Efling hverfiskjarna og fjölgun íbúða haldist í hendur við gönguvænt umhverfi og tengingu við helstu samgönguæðar.
- Bætum við ákvæði um aðbúnað og aðgengi nýrra hverfa að nauðsynlegum grænum innviðum svo sem göngustígum, hjólastígum, almenningssamgöngum, matvöruverslun, svo tryggja megi að innviðir séu til staðar áður en fólk flytur inn.
-Sköpum sterka hjólreiðamenningu og bætum í fjárfestingu á öruggum og góðum innviðum fyrir hjólreiðar:
- Setjum upp hjólahraðbrautir milli hverfa og sveitarfélaga.
- Leggjum beina og óhindraða hjólastíga sem eru aðskildir frá göngustígum.
- Fullgert hjólanet tengi öll hverfi innbyrðis, sem og milli hverfa og sveitarfélaga.
- Gerum ráð fyrir öruggum og yfirbyggðum skammtímahjólastæðum í grennd við verslun, þjónustu og íbúðir og fjárhagslegum hvötum því tengt.
- Stuðlum að uppbyggingu aðgengilegra almenningshjólageymsla og að góðar hjólageymslur séu staðsettar á jarðhæð fjölbýlishúsa.
- Aukum fjármagn sem fer í árlega uppbyggingu hjólastíga.
-Samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi þar sem kveðið er á um, svo dæmi séu tekin:
- Meirihluti borgarrýmis í skipulagi og hönnun skal fara undir vistvæna ferðamáta þar sem skilgreint er nægt hlutfall gróðurþekju.
- Skilgreind séu viðmið um umhverfisgæði svo sem óskerta breidd gangstétta, víkjandi 90° stæði og víkjandi bílastæði á yfirborði.
- Gert er ráð fyrir næga jarðvegsþykkt á bílakjöllurum fyrir gróður.
- Algild hönnun og aðgengi fyrir alla.
Greiningar og kvaðir um til dæmis næg birtuskilyrði, skuggavarpsgreiningar og loftgæði, heilnæmt umhverfi, takmörkun á hljóðmengu, vindgreiningar á háum húsum og umhverfissálfræðilegt mat.
Klárum Hverfisskipulag fyrir öll hverfi í borginni.
- Við útfærslu stórra stofnvegaframkvæmda, svo sem Sundabrautar, sé brugðist við með mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir umferðaraukningu, í þágu loftslagsins og mannlífsins í borginni.
- Til að tryggja ákvörðunarvald sem næst notendum og samræmda sýn á vegakerfið er réttast að sveitarfélögin verði veghaldarar á vegum innan þéttbýlis í auknum mæli.
Yfirfærslu vega verður að fylgja nauðsynlegt fjármagn. - Miðstöð innanlandsflugsins skal flytjast úr Vatnsmýrinni sem allra fyrst svo hægt verði að undirbúa þar mikilvæga húsnæðisuppbyggingu.
- Styðjum við orkuskipti í samgöngum með áherslu á góða innviði fyrir rafhjól, rafskútur, aðrar vistvænar örflæðislausnir ásamt rafbílum auk fjárhagslegra hvata til slíkrar uppbyggingar.
- Unnið skal að sátt um sambúð og öryggi allra vegfarenda
-Húsnæði fyrir öll og gæði byggðar.-
- Hröðum uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík.
- Húsnæðisuppbygging haldist í hendur við uppbyggingu Borgarlínu þar sem áhersla verður lögð á húsnæði fyrir tekjulægri hópa og ungt fólk.
- Sköpum hvata til uppbyggingar húsnæðis á viðráðanlegu verði.
- Stuðlum að uppbyggingu heimavistar fyrir nemendur sem vilja koma til Reykjavíkur til að stunda framhaldsskólanám í samstarfi við ríkið.
- Mikilvægt er að tryggja félagslega blöndun í öllum hverfum og aðgengi allra að húsnæði sem hentar á viðráðanlegu verði. Á hverju uppbyggingarsvæði verði að lágmarki 25% íbúða úthlutað til uppbyggingar ódýrari íbúða í samvinnu við óhagnaðardrifin leigufélög.
- Félagslegum íbúðum verði fjölgað sem hlutfall af heildaruppbyggingu og unnið í sameiningu að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta.
- Tryggja að uppbygging fjölbreytts húsnæðis með tilliti til stærðar og búsetuforms haldist í hendur við þörf og framtíðarmöguleika.
- Ýtt verði undir fjölbreytt búsetuform eins og til dæmis smáhýsi og hópbúsetu.
- Leggjum áherslu á að um alla borg megi finna blandaða byggð, til að gera íbúum kleift að sækja þjónustu, stunda atvinnu og njóta lifandi umhverfis í nálægð við heimili sín.
- Uppbygging taki mið af eldri byggð í grónum hverfum.
- Vinna verður markvisst að jafnvægi og aukinni framleiðni á húsnæðismarkaði og að hið opinbera fjárfesti veglega í niðursveiflu til sveiflujöfnunar á markaði og styttingar byggingartíma.
- Stuðlum að innleiðingu samræmdar stafrænnar lausnar sem heldur utan um allt framboð á leiguhúsnæði.
- Beitum okkur fyrir innleiðingu staðla og byggingareglugerðar sem stuðli að bættum loftgæðum innanhúss og komi í veg fyrir myglu.
- Komum í veg fyrir að fólk neyðist til að búa við óleyfisbúsetu en tryggjum jafnframt öryggi fólks sem býr við slíkar aðstæður, til dæmis með bættum eftirlitsheimildum og eftirfylgni með brunavörnum.
- Stuðlað sé að fjölbreytileika í götumynd í mannlegum mælikvarða í stað einsleits umhverfis með meðal annars með fjölbreytileika í lóðarstærðum, aðkomu fjölbreyttra uppbyggingaraðila og að forðast sé að sameina lóðir í gróinni byggð.
-Fagleg, lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð.-
- Skipulagsmál séu unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum með opnum og gagnsæjum hætti og langtímahagsmuni almennings að leiðarljósi frekar en sérhagsmuni einstaka hagsmunaaðila.
- Bætum upplýsingagjöf í skipulagsmálum til íbúa og hagsmunaaðila með aðgengilegri og skiljanlegri skipulagsgögnum.
- Byggjum ákvarðanir í skipulagi á þverfaglegum sjónarmiðum þar sem mismunandi deildir og svið hafi tækifæri til aðkomu og umsagnar á fyrstu stigum vinnunnar þegar nýtt skipulag er í undirbúningi. Aukum aðkomu borgarhönnunar að skipulagsvinnu.
- Stafrænni umbreytingu í skipulagsmálum verði lokið. Skipulags- og umsóknarferlar verði rýndir, endurskoðaðir og einfaldaðir með það að markmiði að bæta þjónustu, minnka sóun, auka gagnsæi og jafnræði.
- Gengið sé lengra en lög kveða á um við kynningu umfangsmikilla breytinga innan hverfanna svo sem við undirbúning stærri bygginga sem hafi áhrif á umhverfið.
- Leitað verði fjölbreyttra leiða til að styðja við þátttöku íbúa í skipulagi.
- Lóðaúthlutanir fari eftir gagnsæjum og skýrum ferlum og miðist að því að dreifa eignarhaldi á húsnæði.
- Eflum samstarf um umhverfis-, skipulags- og samgöngumál sveitarfélaga á milli svo setja megi aukinn kraft í skýra stefnu til framtíðar.
-Eflum grænan rekstur sveitarfélaga.-
- Gagnsæi og upplýsingar eru forsenda aðgerða og því ber að mæla og birta vistspor allrar starfsemi sveitarfélagsins.
- Beitum hringrásarhugsun í átt að kolefnishlutleysi í öllum innkaupum með grænni innkaupastefnu. Samfélagsábyrgð og sjálfbærnimarkmið verði hluti af forsendum útboða.
- Stuðlum að auknu framboði vistvænnar fæðu, þannig að grænkerafæði sé valkostur í öllum mötuneytum á vegum sveitarfélagsins, dregið sé úr matarsóun og hlutdeild óumhverfisvænnar fæðu á matseðlum, til dæmis dýraafurða.
- Rafvæðum hafnir til að draga úr kolefnislosun skipa.
- Notum tæknina, nýjar lausnir og gagnaöflun til að bæta þjónustu og nýta betur tíma og fjármagn.
- Nýtum jákvæða hvata til ábyrgrar umhverfishegðunar og lágmörkum vistspor við framkvæmdir, til dæmis með notkun vistvottanna.
- Þegar kemur að útfærslu á gjaldtöku skal miða að því að þau borgi sem menga.
- Drögum úr sóun og mengun í starfsemi og rekstri með góðri nýtingu á orku og auðlindum, til dæmis þegar kemur að lýsingu, kyndingu og snjalltækni í rekstri og sorpmálum sem og stafrænni þróun í þjónustu.
- Metum losun gróðurhúsalofttegunda máltíða í mötuneytum.
- Komið verði upp mælaborði sem sýnir stöðu umhverfismælinga og hvetur fólk til árangurs.
- Endurnýjum almenningsvagnaflotann og bílaflota sveitarfélaga með vistvænum orkugjöfum.
-Styrkjum hringrásarhagkerfið og skilvirka nýtingu auðlinda.-
- Drögum úr úrgangsmyndun og matarsóun.
-Aukum hlutfall endurnýtingar og endurvinnslu með fjölbreyttum leiðum og grænum hvötum eins og með:
- Aukinni meðvitund um vinnslu efnisstrauma með gagnsæi og fræðslu.
- Að staðsetja móttökustöðvar og aðra starfsemi á fjölbreyttum stöðum til að fólk þurfi ekki að eiga bíl til að komast í Sorpu.
- Fjölgun vandaðra grenndarstöðva.
- Notendavænni þjónustu á endurvinnslustöðvum.
- Grænum verðskrám sem stuðli að aukinni flokkun.
- Samhæfingu flokkunar milli sveitarfélaga.
- Þróun nytjamarkaðsmenningar víðsvegar í borginni.
- Endurskoðun dreifingu nytjamuna til og frá endurvinnslustöðvum til að hámarka endurnýtingu.
Að styrkja íbúa til að útfæra betri sorpgeymslur þar sem nauðsyn krefur til að geta tekið við stærri tunnum/gámum eða djúpgámum.
Leigjum eða lánum frekar en eigum og styðjum við viðgerðaþjónustu, deilihagkerfi og áhaldaleigur þar sem boðið er upp á nauðsynleg tól, tæki og leiðbeiningar fyrir notendur úti í hverfunum, til dæmis á bókasöfnum og félagsmiðstöðvum.
- Stuðlum að skilvirkri orku- og auðlindanýtingu og samvinnu í orkumálum.
- Hættum að urða virkan úrgang og komum á fót sameiginlegri sorpbrennslu sveitarfélaga.
- Endurnýjum fráveituinnviði, skólpdælu- og skólphreinsistöðvar til að koma í veg fyrir mengun vegna skólprennslis í sjó.
- Stuðlum að tilraunum með verðmætasköpun úr skólpi og úrgangi.
- Nýtum tæknina til að stuðla að skilvirkri sorpheimtu í almannarými.
- Notum blágrænar ofanvatnslausnir sem víðast í nýrri byggð og við þróun gróinna hverfa svo hreinsa megi ofanvatn og draga úr mengun, endurhlaða grunnvatnsstöðu, minnka flóðahættu og auka líffræðilegan fjölbreytileika.
-Styrkjum stjórnsýslu sveitarfélaga í umhverfis- og loftslagsmálum.-
- Vinnum að samræmingu aðgerða og stefna sveitarfélaga í umhverfismálum á byggðasvæðum til að hámarka skilvirkni og slagkraft.
- Nýtum samþykktir sveitarstjórna og greinargerðir í aðalskipulagi til að ná fram ítarlegum markmiðum í mengunarvörnum og vistvæns skipulags.
- Skoðum kosti samræmingar heilbrigðiseftirlits á öllu höfuðborgarsvæðinu.
- Styðjum við róttækar raddir íbúa og hagsmunasamtaka í umhverfis- og loftslagsmálum með því að fara fram á færslu valdheimilda til innri ákvarðanatöku frá ríki til sveitarfélaga.
-Græn svæði, græn byggð og heilnæmt umhverfi.-
- Drögum úr svifryksmengun og bætum loftgæði með því að minnka notkun nagladekkja, svo sem með því að rukka fyrir notkun þeirra og með því að breyta ferðavenjum.
- Stefnt verði að því að takmarka bílaumferð þegar slæm loftgæði ógna heilsu fólks og koma upp neyðarferli þegar loftgæði stefna í að verða hættuleg (gráir dagar).
- Ókeypis verði í almenningssamgöngur á gráum dögum.
- Öll hafi greiðan aðgang að grænum svæðum sem henta til útivistar í sínu nærumhverfi.
- Endurheimtum vistkerfi og votlendi, bæði í borgarlandi og í samráði við aðra landeigendur innan borgarmarka.
- Tryggjum grænt og manneskjuvænt umhverfi á uppbyggingarsvæðum og látum malbik og hellur markvisst víkja fyrir grænum svæðum.
- Fjölgum trjám og gróðri við götur, í almenningsrýmum og á öðru landi innan borgarinnar. Sköpum skýran ramma um borgartré þar sem við ávörpum fjölda trjáa, tegundir, viðhald og rótarvænt burðarlag.
- Íbúar og heilsa þeirra skulu ætíð njóta vafans við ákvarðanir er varða staðsetningu mengandi atvinnustarfsemi.
- Styðjum við garð- og matjurtarækt í þéttbýli.
Við samþykkt þessarar tillögu falla úr gildi eftirfarandi stefnur:
Stefnur frá 2018 sem fjalla um umhverfis-, skipulags- og samgöngumál:
Notendamiðað aðalskipulag: https://x.piratar.is/polity/102/issue/387/
Samgöngustefna: https://x.piratar.is/polity/102/issue/360/
Húsnæðisstefna: https://x.piratar.is/polity/102/issue/373/
Umhverfisstefna: https://x.piratar.is/polity/102/issue/388/
Tilheyrandi mál: | Umhverfis- skipulags og samgöngustefna Pírata í Reykjavík |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur | Allar stefnur vegna kosninga 2022: Fundargerð félagsfundar: https://github.com/piratar/Skjalasafn/blob/master/Fundargerdir/Adildarfelog/Piratar%20i%20Reykjavik/FelagsfundurPiR1-4-2022.pdf |