Velferðar- og forvarnamál
Málsnúmer: | 3/2014 |
---|---|
Tillaga: | Velferðar- og forvarnamál |
Höfundur: | tharfagreinir |
Í málaflokkum: | Velferðar- og forvarnamál |
Upphafstími: | 31/03/2014 20:55:23 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 12/04/2014 20:55:23 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 18/04/2014 20:55:23 (0 minutes) |
Atkvæði: | 6 (1 sitja hjá) |
Já: | 6 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilliti til:
Greinar §2 í grunnstefnu Pírata um borgararéttindi
Skýrslunnar Grunnþjónusta á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga ( http://www.samband.is/media/felagsthjonusta/grunnthjonusta.pdf )
álykta Píratar í Reykjavík að:
Tryggja skuli að Reykjavíkurborg uppfylli grunnþjónustu- og framfærsluskyldur sínar gagnvart íbúum borgarinnar.
Embætti umboðsmanns borgarbúa verði styrkt og hlutverk þess útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum.
Efla skuli sjálfstæði þjónustumiðstöðva gagnvart stjórnsýslunni og aðkomu íbúa að starfsemi þeirra.
Gerð verði úttekt á því félagsstarfi sem í boði er í borginni til að samræma upplýsingar og þjónustu og efla hana til að koma í veg fyrir félagslega einangrun fólks. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum til að draga úr einangrun fatlaðra, aldraðra og hælisleitenda.
Gerð verði úttekt á úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda og fjölskyldur þeirra til að samræma upplýsingar og þjónustu og efla stuðning. Aðkoma fjölskyldna að mótun úrræða skuli efld.
Innheimta skulda einstaklinga við Reykjavíkurborg verði mannúðlegri og valkostir til endurgreiðslu verði fjölbreyttari.
Þeir sem eigi hvergi höfði að að halla njóti þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð. Stefnt verði að því að allir sem fá skráninguna 'óstaðsettur í hús' fái til dæmis smáhýsi til afnota. Allir eigi rétt á þessari þjónustu; hún verði ekki háð kvöðum. Nágrannasveitarfélög verði virkjuð til samstarfs í þessu verkefni.
Upplýsingar um húsnæði í eigu borgarinnar verði gerðar aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar, íbúar fræddir um þær eignir, möguleika í húsnæðismálum og þeir hvattir til þátttöku í ákvarðanatöku um þennan málaflokk.
Reykjavíkurborg taki vel á móti nýjum íbúum með því (t.d. í samvinnu við Þjóðskrá, þegar fólk sækir um kennitölur) að kynna þeim þá þjónustu og aðstöðu sem er í boði, sem og réttindi og skyldur.
Nauðsynlegt sé að huga vel að forvörnum á ýmsum sviðum þar sem sparnaður í þeim leiðir oft til kostnaðar síðar meir. Séð skuli til þess að forvarnaraðferðir séu ávallt fræðilega unnar, sannreyndar og árangursmetnar reglubundið. Áhersla skal lögð á fræðslu en ekki hræðslu.
Samhliða forvörnum og meðferðarúrræðum vegna fiknivanda skuli stutt við skaðaminnkandi nálganir sem draga úr þeim heilsutengdu og félagslegu vandamálum sem geta fylgt fíkn.