Tillaga um uppfærslu stefnumála
Málsnúmer: | 2/2018 |
---|---|
Tillaga: | Tillaga um uppfærslu stefnumála |
Höfundur: | epli |
Í málaflokkum: | Ályktanir |
Upphafstími: | 28/02/2018 19:12:27 |
Umræðum lýkur: | 10/03/2018 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 03/03/2018 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 10/03/2018 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 16 |
Já: | 15 (93,75%) |
Nei: | 1 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Píratar í Reykjavík álykta að:
Allar núverandi stefnur félagsins falli úr gildi. Borgarstjórnarhópi Pírata í Reykjavík sé falið að vinna og leggja fram opinberlega uppgjörsskýrslu þar sem farið er yfir allar stefnurnar lið fyrir lið og útlistað hvernig til tókst með þær á kjörtímabilinu. Í stefnumótunarstarfi fyrir næsta kjörtímabil verði tekið mið af því hvað af fyrri stefnumálum náðust að fullu og hver þarf að halda áfram með.
Greinargerð:
Töluvert af gildandi stefnumótun Pírata í Reykjavík hefur nú þegar náð fram að ganga, annað hvort að hluta eða heild. Því er mikilvægt að kortleggja hvað þarf að taka áfram inn í næsta kjörtímabil og snyrtilegast er að gera það með þeim hætti að skrifa stefnumótun upp á nýtt, þar sem það sem eftir stendur er flutt yfir en annað látið sitja eftir. Til að tryggja gagnsæi í þessu ferli er borgarstjórnarhópi Pírata falið að greina hvað hefur þegar náðst fram og hvað er eftir, og leggja fram skýrslu um það.