Samþykkt: Skipulagsmál
Með tilliti til:
Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
Grunnstefnu Pírata um stjórnsýslu og lýðræði (https://x.piratar.is/polity/1/document/75/?v=2)
álykta Píratar í Hafnarfirði að:
Gera þurfi almenningssamgöngur að raunbetri valkosti. Endurskoða beri þær með það fyrir augum að stórefla þær í samvinnu við íbúa bæjarins og nærliggjandi sveitarfélög.
Taka skuli hraðahindranir til gagngerrar endurskoðunar, þar sem þær eru dýrar og auka rekstarkostnað og mengun, bæði vegna einkabíla og almenningssamgangna. Leita skuli annarra leiða til að draga úr umferðarhraða þar sem þess þarf.
Nota eigi ódýrar tímabundnar breytingar til að prófa breytt skipulag og meta áhrif þeirra áður en þær eru gerðar varanlegar.
Endurskoða þurfi aðferðafræði og núverandi form aðalskipulags með það að markmiði að auka lýðræði, þátttöku íbúa og gagnsæi í ákvarðanatöku. Skoða skuli möguleika á þróun á formi aðalskipulags í átt að því að það sé unnið á gagnvirku netsvæði.
Tilheyrandi mál: | Skipulagsmál |
---|