Tillaga: Íþrótta- og tómstundamál
Með tilliti til:
Menntastefnu Pírata ( https://x.piratar.is/issue/73/ )
álykta Píratar í Hafnarfirði að:
Stuðlað verði að fjölbreyttari möguleikum til útivistar og leitað til bæjarbúa um hugmyndir í því samhengi. Til dæmis mætti auka aðgang að skemmtilegum klifurtækjum og klifursporti, styðja við bretta-, skauta og aðrar jaðaríþróttir, bjóða víðar aðgang að ræktun matjurta og blóma, og margt fleira. Leita skal leiða til draga úr hljóðmengun á útivistarsvæðum.
Að bærinn myndi sér stefnu um ráðningar fagfólks til starfa í íþrótta- og frístundastarfi, bæði til umsjónar og annarra starfa.
Að tómstundastyrkir verði miðaðir við allar tómstundir en ekki bara sumar tómstundir. Þess vegna beri að stuðla að því að tónlistarnám (þá er átt við í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar), myndlistarnám og leiklistarstarfsemi (í samstarfi við Leikfélag Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhúsið) verði hluti af því tómstundastyrkjakerfi sem rekið er í Hafnarfirði. Einnig að leitast skuli við að styrkja til tómstundastarfs innan Hafnarfjarðar en sé tómstundastarfið ekki í boði innan bæjarins að semja þá við aðila utan bæjarins.