Samþykkt: Menntamál
Með tilliti til:
Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
Menntastefnu Pírata ( https://x.piratar.is/issue/73/ )
Grunnstefnu Pírata í Hafnarfirði um stjórnsýslu og lýðræði (https://x.piratar.is/polity/1/document/75/?v=2)
álykta Píratar í Hafnarfirði að:
Hvatt verði til aukins sjálfstæðis leik- og grunnskóla og skólaþróunar varðandi kennsluaðferðir og -hætti. Áframhald breytinga á námi og kennslu sé metið reglulega af skólasamfélaginu til að tryggja að það skili þeim árangri sem lagt er upp með. Áhrifavald kennara til stefnumótunar í skólamálum innan Hafnarfjarðarbæjar verði aukið. Jafnframt verði frelsi nemenda og foreldra til þess að hafa áhrif á skólaumhverfi og nám aukið.
Fjölbreyttir skólar með mismunandi áherslur og rekstrarform séu æskilegir, börnum og foreldrum verði samhliða því gert auðveldara að velja úr skólum innan Hafnarfjarðar.
Efla þurfi skóla án aðgreiningar en jafnframt verði boðið upp á sérskólaúrræði fyrir þá nemendur og fjölskyldur þeirra sem þess óska og slík úrræði verði í boði innan Hafnarfjarðar. En einnig verði frekari úrræða leitað.
Talkennsla, eineltisforvarnir, náms- og starfsráðgjöf og félagsráðgjöf verði efld í skólum. Einnig skoðaðar leiðir til að bjóða sjúkra- og iðjuþjálfurum aðstöðu í leik- og grunnskólum.
Samgangur og samskipti skólabarna við fólk af eldri kynslóðum verði aukinn, meðal annars með mentorverkefnum og starfsþjálfun á eftri stigum grunnskóla.
Nemendur verði hvattir til að læra út frá áhuga sínum og kennarar fái svigrúm til að kenna út fra hugmyndum sínum. Nemendur verði þjálfaðir í meðvitund um eigin þarfir og þarfir annarra.
Leitast verði við að draga fram samkennd og vellíðan til að stuðla að bættum samskiptum, samvinnu og virkara lýðræði.
Markvisst þurfi að brjóta niður múra list-, verk- og raungreina.
Bærinn skuli veita grunnskólum hvatningu og stuðning til að taka í ríkari mæli upp tæknitengd námsfög á borð við forritun og aðferðafræði á borð við heimspeki.
Stuðla þurfi að auknu fjármálalæsi og auka meðvitund um sjálfbærni.
Tilheyrandi mál: | Menntamál |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | brynjarg |