Stjórnsýsla og lýðræði
Málsnúmer: | 3/2014 |
---|---|
Tillaga: | Stjórnsýsla og lýðræði |
Höfundur: | brynjarg |
Í málaflokkum: | Stjórnsýsla og lýðræði |
Upphafstími: | 01/05/2014 11:17:48 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 07/05/2014 11:17:48 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 13/05/2014 11:17:48 (0 minutes) |
Atkvæði: | 8 |
Já: | 8 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilliti til:
Greinar §4 í grunnstefnu Pírata um gagnsæi og ábyrgð
Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
Stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi (https://x.piratar.is/polity/1/document/75/?v=2)
álykta Píratar í Hafnarfirði að:
Stefnt skuli að því að gagnsæi í stjórnsýslunni verði algjört og nái til allra ferla við ákvarðanatökur. Fundargerðir, samningar og önnur opinber skjöl verði gerð aðgengileg á netinu. Tryggja beri að upplýsingar um öll útgjöld bæjarins, dótturfyrirtækja hans, byggðarsamlaga og ráðstöfun styrkja sem bærinn veitir séu gefnar upp. Upplýsingar á rafrænu formi séu settar inn tímanlega og uppfærðar reglulega. Slík upplýsingagjöf lúti þó í öllum tilfellum viðeigandi persónuverndarsjónarmiðum og lögum.
Að skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis hjá Hafnarfjarðarbæ sem ber ábyrgð á því að öll gögn sem vísað er í, t.d. í fundargerðum, séu gerð auðsýnileg og aðgengileg á vef Hafnarfjarðarbæjar við allra fyrsta tækifæri.
Þjónusta við bæjarbúa verði einfölduð og gerð sjálfvirk eins og hægt er. Á „Mínum síðum“ á vef Hafnarfjarðarbæjar verði boðið í eins miklum mæli og hægt er upp á að senda inn erindi og fylgjast með þeim rafrænt. Þegar íbúi ber fram erindi til stjórnsýslunnar skal taka við því, þar sem hann ber erindið fram, og koma því á viðeigandi stað í stað þess að vísa honum annað.
Óháð stjórnsýsluúttekt verði gerð á því hvort spilling sé til staðar innan embættismannakerfis Hafnarfjarðarbæjar og bregðast skuli við ef svo reynist vera.