Kjarnastefna stjórnsýslu og lýðræðis
Málsnúmer: | 2/2018 |
---|---|
Tillaga: | Kjarnastefna stjórnsýslu og lýðræðis Pírata í Hafnarfirði |
Höfundur: | Hansi |
Í málaflokkum: | Stjórnsýsla og lýðræði |
Upphafstími: | 06/04/2018 16:29:14 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 11/04/2018 16:29:14 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 16/04/2018 16:29:14 (0 minutes) |
Atkvæði: | 10 |
Já: | 10 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Kjarnastefna stjórnsýslu og lýðræðis Pírata í Hafnarfirði
Með tilliti til:
Greinar §4 í grunnstefnu Pírata um gagnsæi og ábyrgð
Greinar §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
Stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi ( https://x.piratar.is/polity/1/document/75/
Upplýsingastefna Hafnarfjarðar https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/Upplysingastefna2016.pdf
Vefstefna Hafnarfjarðarbæjar https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/Vefstefna---samthykkt-16.-april-2014.pdf](https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/Vefstefna---samthykkt-16.-april-2014.pdf)
Málsmeðferðarreglur um almenna atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir 1 https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/malsmedferdarreglur-atkvnov2009_1mgr33gr-2-.pdf
Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir 2
https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/malsmedferdarreglur-atkvnov20091mgr33gr-2-.pdf](https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/malsmedferdarreglur-atkvnov20091mgr33gr-2-.pdf)
Þjónustustefnu Reykjavíkurborgar ( https://reykjavik.is/sites/default/files/thjonustustefnareykjavikurborgar.pdf](https://reykjavik.is/sites/default/files/thjonustustefnareykjavikurborgar.pdf) )
Sveitarstjórnarlaga ( https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html](https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html) )
Með tilvísun í:
Grein §2 í grunnstefnu Pírata um borgararéttindi
Grein §3 í grunnstefnu Pírata um friðhelgi einkalífsins
Grein §4 í grunnstefnu Pírata um gagnsæi og ábyrgð
Grein §5 í grunnstefnu Pírata um upplýsinga- og tjáningarfrelsi
Grein §6 í grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
og með tilliti til:
Stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitarstjórnarstig
https://x.piratar.is/polity/1/document/75/](https://x.piratar.is/polity/1/document/75/)
Sveitarstjórnarlaga ( https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html](https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html) )
Stefnt skuli að því að gagnsæi í stjórnsýslunni verði algjört og nái til allra ferla við ákvarðanatökur. Nema þar sem gæta þurfi persónuverndarsjónarmiða.
Fundarsköp séu ljós, þ.e. hvaða upplýsingar eigi að koma fram í fundargerðum.
Allar fundargerðir, samningar og önnur opinber skjöl verði aðgengileg á netinu.
Tryggja beri að upplýsingar um öll útgjöld bæjarins, dótturfyrirtækja hans, byggðarsamlaga og ráðstöfun styrkja sem bærinn veitir séu gefnar upp.
Upplýsingar á rafrænu formi séu settar inn tímanlega og uppfærðar reglulega. Slík upplýsingagjöf lúti þó í öllum tilfellum viðeigandi persónuverndarsjónarmiðum og lögum.
Að skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann beri ábyrgð á að framfylgja gegnsæi í stjórnsýslu sjá lið 1.
Þjónusta við bæjarbúa verði einfölduð og gerð rafræn eins og hægt er.
Gerð verði greining á misferlisáhættu innan bæjarkerfisins. Þessi gögn skal nota sem grunn að stefnu um ábyrga stjórnsýslu.
Hafnarfjörður verði leiðandi í opnun gagna og íbúalýðræði.
Fulltrúar Pírata í Hafnarfirði skulu ávallt krefjast þess að niðurstöður íbúakosninga sem eru framkvæmdar samkvæmt 107. og 108. gr. sveitarstjórnarlaga séu bindandi fyrir bæjarstjórn.
Unnið verði að lýðræðisstefnu fyrir Hafnarfjörð sem tekur á skyldum bæjarins, kjörnum fulltrúum hans og starfsfólks gagnvart íbúalýðræði í bænum.
Bærinn skal móta sér þjónustustefnu að fordæmi annarra sveitarfélaga.
Bærinn skal leitast við að nota opinn hugbúnað
Greinargerð
Umbætur á sviði stjórnsýslu og lýðræðis eru ær og kýr Pírata. Fáir aðrir málaflokkar standa grunnstefnu flokksins jafn nærri. Það er hér sem möguleikarnir á kerfisbreytingum eru mestir. Kerfin skal fyrst og fremst hugsa út frá þörfum íbúa. Stöðugt þarf að leita leiða til að láta þau koma til móts við fólk og veita því gott aðgengi að þeim.
A) Samkvæmt 25. gr sveitarstjórnarlaga númer 45/ 1998 er sveitarstjórn skylt að setja sér fundarsköp og reglur um stjórn sveitarfélagsins. Það er skortur á því að aðgengi upplýsinga sé í birtum fundargerðum Hafnarfjarðarbæjar.
B) Ákvæðið þarfnast ekki skýringar
C) Stuðlar að gagnsæji. Sparnaður í formi þekkingar og aðhalds almennings á tilteknum viðfangsefnum.
D) Til þess að upplýsingar séu sem skilvirkastar.
Ábyrgðarmaðurinn sé nauðsynlegur til þess að verkefnið lendi ekki milli skips og bryggju.
Á “Mínum síðum” á vef Hafnarfjarðarbæjar verði boðið uppá að senda inn erindi og fylgjast með þeim rafrænt. Þegar íbúi ber fram erindi til stjórnsýslunnar skal taka við því þar sem hann ber erindið fram og koma því á viðeigandi stað í stað þess að vísa honum annað.
Misferli er annað orð yfir spillingu. Hafnarfjarðarbær þarf að láta gera mat á misferilsáhættu innan bæjarkerfisins. Mikilvægt er að matið verði nýtt með markvissum hætti til úrbóta.
Virkja skal netið til að gefa bæjarbúum raunverulegan kost til að hafa áhrif. Efla skal betri Hafnarfjörð eða annan sambærilegan vef á þann hátt að íbúar finni að þeir geti haft raunveruleg áhrif. Skoða skal kosti þess að koma á fót hverfisráðum.
Til þess að fólk taki þátt í íbúakosningum þarf það að hafa trú á að bæjaryfirvöld virði vilja bæjarbúa.
Starfsmenn bæjarins og kjörnir fulltrúar þurfa að vita hvaða skyldur þeir hafa að gegna.
Þjónustustefna miðar að því að einfalda samskipti bæjarbúa.
Opinn hugbúnaður snýst um að framleiða hugbúnað sem er öllum opinn og er þannig í raun opinber gæði. Öllum er frjálst að endurnýta slíkan hugbúnað og taka þátt í að þróa hann. Þannig snýst nýting á slíkum hugbúnaði af hálfu opinberra aðila ekki endilega bara um sparnað heldur einnig að leggja rækt við hugbúnað sem almannagæði sem allir hafa aðgang að. Hið sama er um að segja um annað efni sem gefið er út samkvæmt opnum höfundarleyfum, svo sem menningar- og kennsluefni. Öllum er frjálst að deila því og því er aðgangur að því greiður. bærinn getur stutt við efni af þessu tagi bæði með því að nýta það í sinni starfsemi og með því að styrkja útgáfu þess. Einnig getur bærinn verið leiðandi í að efla þekkingu á opnum hugbúnaði.