Samþykkt: Heiðursmannasamkomulag Pírata í Suðurkjördæmi
Heiðursmannasamkomulag (eða heiðursmannaloforð) er skriflegt samkomulag á milli Pírata og frambjóðanda sem byggir á heiðarleika fremur en möguleikanum á að því sé framfylgt með lögum. Slíkt samkomulag kemur þannig í stað lögformlegs samnings.
Allir sem gefa kost á sér á lista til prófkjörs Pírata í Suðurkjördæmi ættu að skrifa undir heiðursmannasamkomulag þetta.
Í tilfelli þeirra þingmanna sem komast á Alþingi fyrir Pírata, þá er þeim valfrjálst að skrifa undir slíkan saming við Pírata en þeir sem kjósa að gera það gangast undir þá undir það loforð að víkja til hliðar sem þingmaður og láta varamann taka við ef kemur upp mál sem snertir beina hagsmuni þess þingmanns eða nánustu ættingja hans.
Frambjóðandi sem gengst undir heiðursmannasamkomulagið samþykkir að haga störfum sínum í hvívetna í samræmi við Grunnstefnu Pírata og með aðrar samþykktar stefnur flokksins að leiðarljósi. Heiðursmannasamkomulag þýðir ekki að allir kjörnir fulltrúar þurfi að kjósa eins og hinir eða að fólk geti ekki myndað sér eigin skoðun. Þingmenn eru eftir sem áður aðeins bundnir af eigin sannfæringu. Ef upp koma vafatilvik um hvort heiðurssamkomulag hafi verið brotið er hægt að leita eftir úrskurði frá trúnaðarráði Pírata.
Þingmaður sem brýtur heiðursmannasamkomulag sitt við Pírata verður beðinn um að fara eftir heiðursmannasamkomulaginu og segja af sér. Í sérstökum tilfellum, neiti þingmaður að fara eftir samkomulaginu og segja af sér, geta Píratar, að undangenginni kosningu í kosningakerfi flokksins, lýst yfir vantrausti flokksins á þingmanninn og þannig krafið hann afsagnar. Með þessu reynir þannig á siðferði hvers og eins þingmanns til hins ítrasta.
Tilheyrandi mál: | Heiðursmannasamkomulag Pírata í Suðurkjördæmi |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | hrafnkellbrimar |