Samþykkt: Fjölskyldustefna
Fjölskyldustefna
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, auk þess sem draga þarf úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.
Píratar á Suðurnesjum vilja fjölskylduvænt samfélag og ætla að koma málaefnum er varða fjölskyldur í betra horf. Í því felst meðal annars eftirfarandi:
1. Við viljum finna leiðir og hvata til að vinnandi fólk geti kosið að stytta vinnuvikuna og sinnt fjölskyldum og hugðarefnum.
2. Við viljum koma í veg fyrir alla mismunun í opinberri málsmeðferð fjölskyldna.
3. Við viljum tryggja öllum íbúum viðunandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
4. Við viljum einstaklingar og fjölskyldur séu í forgangi við lóðaúthlutun og leigumarkaður skal miðast við þarfir fjölskyldna.
5. Við viljum fjölga atvinnutækifærum í boði fyrir unglinga til að auka við hæfni þeirra og starfsreynslu.
6. Við viljum auka aðgang að félagsráðgjöfum og sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í skólum á Suðurnesjum.
7. Við viljum virkt stjórnsýslueftirlit með störfum barnaverndarnefndar og gagnsæi í málsmeðferð eftir því sem mögulegt er. t.d. með stofnun umboðsmanns bæjarbúa.
8. Við viljum skoða leiðir til að sveitarfélög á Suðurnesjum geti boðið upp á skilyrðislausa grunnframfærslu, t.d. fyrir heimavinnandi foreldri og öryrkja.
Greinargerð:
Sveitarfélögin eiga að finna leiðir fyrir fólk minnka við sig vinnu, til að sinna fjölskyldu og tómstundum, án þess að tekjur skerðist. Þar geta opinberar stofnanir riðið á vaðið og einnig má skoða fjárhagslega hvata til einkafyrirtækja. Þannig minnkar m.a. álag á börn, fjölskyldur og fólk í barnagæslustörfum. Tilraunir hafa verið gerðar með styttingu vinnuvikunnar, m.a hjá Reykjavíkurborg, Hugsmiðjunni og Hjallastefnunni og hefur það gefið góða raun.
Börn eiga rétt á samskiptum við báða foreldra þannig að réttur fráskilinna foreldra til samskipta við börn á að vera skilvirkur. Börn skulu einnig eiga rétt á samskiptum við önnur börn í daggæslu, leikskólum og í skólum.
Bjóða þarf fólki upp á félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og úrræði sem bæta geðheilsu allra í fjölskyldunni. Vanræksla barna og fjölskyldna kallar á stærri og verri samfélagsvandræði í framtíðinni. Þannig er vert að bjóða heimavinnandi foreldri upp á skilyrðislausa grunnframfærslu.
Tilheyrandi mál: | Fjölskyldustefna |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | AlbertSvan |