Samþykkt: Efling menntunar í skapandi greinum
Efling menntunar í skapandi greinum og námi tengt tækni- og vísindageiranum
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.
Píratar á Suðurnesjum ætla að koma menntamálum í betra horf í takt við nýja tíma. Í því felst meðal annars eftirfarandi:
1. Við viljum efla menntunarstig á svæðinu með því að laða hingað hátæknifyrirtæki og vísindastarfsemi.
2. Við viljum að skólabörn læri gagnrýna hugsun, t.d. með því að læra skapandi greinar, vísindaleg vinnubrögð, t.d. sem hluta af samfélagsfræði, stærðfræði og lífsleikni eftir því sem við á.
3. Við viljum efla menntunarstig á svæðinu með bættum launum leik- og grunnskólakennara á Suðurnesjum.
4. Við viljum efla iðnnám og tæknimenntun sem gefur góða innkomu, þannig að ekki verði skortur á fólki í vinnu í tilteknum greinum.
5. Við viljum að fylgt verði fordæmi Holtaskóla og grunnskólans í Sandgerði um minni heimalærdóm barna, sveigjanlegar vinnustundir kennara án tekjuskerðinga, sem gefið hafa góða raun.
6. Við viljum að börn og unglingar kynnist frjálsum hugbúnaði í skólum og menningarstarfi eins og unnt er.
Umræða:
Bætir þannig samkeppnishæfni svæðisins og byggir upp framtíðarkynslóðir. Slíkt minnkar álag á starfsfólk og einnig heimafyrir. Einkareknir skólar eru með fátt starfsfólk og of mörg börn per starfsmann með tilheyrandi álagi. Veita þarf kennslu og þekkingu starfsfólks um frjálsan hugbúnað. Efla skal kennslu og menntun í forritun með í grunnskólum. Efla þarf FSS og nýjar aðferðir í kennslu á framhaldsskólastigi.
Í Grunnskólanum í Sandgerði og í Holtaskóla hefur verið felld niður krafa um heimanám utan heimalestur 15 mín á dag. Val á lesefni er mjög frjálst enda er engin ein tegund lesefnis sem hentar öllum. Það hefur sýnt sig að virki betur en hefðbundið heimanám. Við Sandgerðisskóla ráða t.d. kennarar sinni vinnustöð og vinnutíma nokkuð frjálst. Það þykir í lagi að skreppa frá eftir kennslu og koma kannski aftur eftir 1-2 tíma fjarveru. Þetta hefur aukið afköst, ánægju framtakssemi og vinnusemi svo um munar.
Eitt af markmiðum skóla og menningarstarf er að að kenna aðferðir, þá þykir eðlilegt að passa að gera unga fólkið ekki að neytendum tiltekins hugbúnaðar, heldur að sýna eftir fremsta megni hvernig nýta má frjálsan hugbúnað til að leysa verkefni.
Tilheyrandi mál: | Efling menntunar í skapandi greinum |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | AlbertSvan |