Samþykkt: Lagabreytingar hinar síðari
Tillaga
1. gr.
a) 6. tölul. 5.4. gr. fellur brott
b) 9.1. gr. hljóðar svo: Gjaldkeri og formaður félagsins fara með fjárreiður þess í
samráð við stjórn félagsins en stjórn hefur endanlegt ákvörðunarvald.
c) 9.3. gr. hljóðar svo: Gjaldkeri eða forseti skal halda utan um kvittanir af öllum
fjárútlátum félagsins þar sem kemur fram sundurliðun einstakra útgjaldaliða. Sé
kvittun ekki fáanleg skulu útskýringar á því færðar til bókar í fundargerð á
stjórnarfundi. Skoðunarmönnum reikninga skal veittur aðgangur að kvittunum
jafnóðum
d) Greinar 9.4., 9.5., 9.6., og 10.5. falla brott.
2. gr.
a) c) liður 4.3. gr. fellur brott.
b) 4.4. gr. hljóðar svo:
Stjórn er heimilt, en ber enga skyldu til þess, að skipa hvaða félagsmeðlim sem er í eftirfarandi hlutverk. Stjórn er heimilt að skipa fleiri en einn í hvert hlutverk eða skipa einstakling sem sinnir öðrum hlutverkum (sbr. Gr. 4.5 og 4.6):
a) Gjaldkeri:
i) Sér um fjármál félagsins og heimilar útgjöld
ii) Sér um fjárhagsáætlun
b) Alþjóðafulltrúi:
i) hefur samskipti fyrir hönd Ungra Pírata við ungmennahreyfingar
erlendra Pírata, og eftir atvikum aðrar erlendar hreyfingar
ii) Fulltrúi Ungra Pírata á erlendum samkomum.
c) Fulltrúi til þingflokks:
i) mætir á þingflokksfundi samkvæmt fyrirkomulagi með þingflokki
d) Viðburðarstjóri:
i) skipuleggur viðburði
ii) hefur heimild og getur veitt heimild til þess að semja við
þjónustuveitendur og gera innkaup samkvæmt fyrirmælum stjórnar
e) Stjórn er heimilt að stofna til fleiri embætta en er ekki skyldug til þess.
3. gr.
Breyting þessi tekur þegar gildi
Greinargerð
Greinargerð með tillögunum má nálgast á GitHub:
Tilheyrandi mál: | Lagabreytingar hinar síðari |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur |