Tillaga: Pappírsprófkjör leyfilegt

Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Tillaga b

Grein 8.3
Stjórn PíSuv leyft að halda bréfkosningu um framboðslista, svo kallað pappírsprófkjör, í stað rafræns prófkjörs.

Grein 8.8
Rafræn atkvæðagreiðsla getur ekki og þarf ekki að vera leynileg, enda þyrfti nokkurra ára tækniþróun til að svo mikið sem gefa út stafræna, einnota kjörseðla án þess að rekja þá óvart. Í öllu falli þarf að treysta útgefanda kjörseðla eða atkvæðateljara, yfirleitt framkvæmdaráði Pírata, til að rekja ekki atkvæði viljandi til kjósanda. Því er rétt að árétta opinberlega að kosningaleynd í rafrænu prófkjöri er komin undir vandvirkni og heiðarleika atkvæðateljara. Ef vilji eða þörf er fyrir leynilega kosningu um framboðslista má stjórn halda pappírsprófkjör.