Notast verður við svokallaðan „dreifilista“ í komandi prófkjöri, í samvinnu við Reykjavíkur-kjördæmin. Dreifilistinn felur í sér að allt félagsfólk með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. innan þeirra þriggja kjördæma sem þar liggja) getur kosið á einn sameiginlega lista fyrir öll kjördæmin þrjú. Þegar niðurstöður þessa sameiginlega lista liggja fyrir mun hann dreifast niður á kjördæmin. Mun fyrst og fremst kosningastjóri og aðrir óháðir aðilar sinna þeirri vinnu ásamt þeim frambjóðendum sem raðast í efstu 30 sætin.
Nákvæm útfærsla er enn óljós en hún mun þó liggja fyrir ekki seinna en 3. júlí. Tillagan fær fimm sólarhringa í umræður og fimm sólarhringa í kosningu. Tillagan verður lögð inn í kosningakerfið 1. júlí og mun kosning hefjast 8. júlí.