Siðareglur Pírata í prófkjöri og kosningabaráttu í Suðurkjördæmi 2016 - 2017

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Þeir píratar sem bjóða sig fram á lista til prófkjörs í Suðurkjördæmi samþykkja eftirfarandi:

Að sýna öðrum frambjóðendum kurteisi og virðingu og koma fram af háttvísi.

Að vera sannsöglir, málefnalegir, koma heiðarlega fram og vera öðrum fyrirmynd.

Að sýna einlægan áhuga á hag og hug annarra, hafa vilja til að sinna öðrum, sinna sjálfsþekkingu og auðmýkt.

Að fara ekki niðrandi orðum um meðframbjóðendur, hvort sem er í ræðu eða riti. Þetta þarf að skoða með tilliti til réttmætrar gagnrýni sem gæti verið skotin niður með óhóflegri ritskoðun.

Að hygla sér ekki umfram aðra frambjóðendur með því að greiða fyrir auglýsingar eða fyrir birtingu greina, blogg eða innlegg í öllum hugsanlegum miðlum.

Að stunda ekki kosningasmölun og bjóða ekki kjósendum efnisleg gæði eða greiða í skiptum fyrir atkvæði þeirra.
Að halda engu óeðlilega leyndu hvað varðar fjármál eða persónulegar hagsmunatengingar.

Að ráðfæra sig við kjördæmisráð, ef vafaatriði koma upp.
Kjördæmisráð skal kynna frambjóðendur á miðlum á vegum Pírata, og standa fyrir kynningarfundum, þar sem öllum gert jafn hátt undir höfði.

Brjóti frambjóðandi gegn ofangreindum siðareglum, er kjördæmisráði heimilt að ávíta viðkomandi með opinberum hætti.

Við prófkjör verður hægt að kynna sér hvaða frambjóðendur hafa kvittað við siðareglur pírata í kjördæminu og hverjir hafa skrifað undir valfrjálst heiðursmannasamkomulag.

Málsnúmer: 1/2016
Tillaga:Siðareglur Pírata í prófkjöri og kosningabaráttu í Suðurkjördæmi 2016 - 2017
Höfundur:elinyr
Í málaflokkum:Innra starf
Upphafstími:13/07/2016 13:18:33
Atkvæðagreiðsla hefst:14/07/2016 14:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/07/2016 14:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 16
Já: 14 (87.50%)
Nei: 2
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.