Breytingar á lögum - félagsdeildir

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Greinargerð

Markmið þessara breytinga er að gera Pírötum í Norðvesturkjördæmi kleift að stofna félagsdeildir til að halda utan um starf Pírata á sveitarstjórnarstigi, í stað aðildarfélaga. Hugmyndi er að gera Pírötum auðvelt að stofna pólitískt sjálfstæðar deildir í þeim sveitarfélögum þar sem áhugi er fyrir hendi, án mikillar pappírsvinnu.

Undirbúningsfundur um málið þann 25. maí sl:

https://github.com/piratar/fundargerdir/blob/master/2020/P%C3%ADNK/2020.05.25.NV-undirb%C3%BAningsfundur.md

.. og tillagan var kosin inní kosningakerfið á Lagaþingi PíNK 18. ágúst:

https://github.com/piratar/fundargerdir/blob/master/2020/P%C3%ADNK/2020.08.18%20Laga%C3%BEing:%20F%C3%A9lagsdeildir.md

Tillaga

Gr. 3 í lögum PíNK er felld niður í heild og í staðin koma eftirfarandi greinar:

3. Aðild að félaginu, aðildarfélög og félagsdeildir

3.2. Aðild að félaginu

3.1.1. Aðild að félaginu eiga svæðisbundin aðildarfélög Pírata í Norðvesturkjördæmis einnig getur stjórn samþykkt aðildarfélög sem ekki eru svæðisbundin.

3.1.2. Hver sem er 16 ára á árinu eða eldri og hefur lögheimili eða fasta búsetu á starfssvæði félagsins getur fengið fulla aðild að félaginu. Stjórn félagsins er einnig heimilt að samþykkja aðild einstaklinga á grundvelli annarra tengsla við svæðið.

3.2. Stofnun félagsdeilda

3.2.1. Heimilt er að stofna svæðisbundnar félagsdeildir innan Pírata Í Norðvesturkjördæmi. Félagsdeild skal stofnuð ef tveir félagsmenn óski þess skriflega við stjórn Pírata í Norðvesturkjördæmi (Pínk).

3.2.2. Félagsdeild hefur sjálfstæða stefnumótun. Stefna má ekki ganga gegn grunnstefnu Pírata eða lögum PíNK

3.2.3. Fyrir hverri félagsdeild skal fara kjörinn ábyrgðarmanneskja. Ábyrgðarmanneskja skal kjörinn innan félagsdeildar til eins árs. Ef ábyrgðarmanneskjan er óvirk eða óínáanleg innan 4 vikna þá þarf að finna staðgengil.

3.2.4. Félagsdeild sjá sjálfir um sveitarstjórnarkostningar innan síns sveitarfélags, nema óskað sé sérstaklega um aðstoð frá Pirötum í Norðvestukjördæmi eða móðurfélagi Pírata.

3.2.5. Að öðru leyti ákvarðar félagsdeild eigin lög. Félagsdeild er heimilt að halda aðskilda sjóði, einnig getur félagið fengið aðgengi að sérstökum reikning innan banka Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem félagið þyrfti að standa í skilum við gjaldkera Pínk.

3.2.6. Félagsdeild skal lögð niður ef ekki fæst svar um virkni í meiri en tólf vikur, eða þrír fjóðru félagmanna kjósi um það.

3.2.6. Allar félagsdeildir geta orðið aðildarfélög óháð aðkomu Pínk.

Málsnúmer: 3/2020
Tillaga:Breytingar á lögum - félagsdeildir
Höfundur:Gormur
Í málaflokkum:Lagabreytingar
Upphafstími:19/08/2020 13:29:28
Umræðum lýkur:03/09/2020 15:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðsla hefst:27/08/2020 15:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:03/09/2020 15:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 5
Já: 5 (100.00%)
Nei: 0
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.