Hvernig býð ég mig fram á lista?

Fyrst þarf að innskrá sig.

Í eftirfarandi sýnidæmi munum við innskrá okkur sem notandinn 'johndoe'. Gert er ráð fyrir því að notandinn sé bæði skráður og staðfestur notandi.

Síðan er farið í notandastillingar en þær birtast með því að smella á notandanafnið í hægra, efra horninu. Smellið á "Stillingar".

Undir "Saga" skal setja framboðslýsingu, áherslur frambjóðandans og önnur skilaboð til væntanlegra kjósenda.

Æskilegast er að myndin sé jöfn há og hún er víð, t.d. 200x200 eða 600x600 en ekki t.d. 200x600. Ef hæðin og víddin eru ólíkar mun myndin á atkvæðaseðli teygjast og líklega líta illa út.

Þegar notandastillingar hafa verið vistaðar birtist siða notandans, en miðað við stillingarnar að ofan myndi hún líta svona út.

Nú þegar stillingum er lokið skulum við tilkynna framboð okkar. Vinstra megin á síðunni má sjá yfirlit yfir þau þing og undirþing sem notandinn er hluti af. Við ætlum að bjóða okkur fram fyrir Pírata í Andabæ og því smellum við fyrst á neðsta flipann og síðan á tengilinn sem þar finnst.

Í undirþinginu ættum við að sjá kosninguna. Ef hún birtist ekki, þá hefur umsjónarmaður hennar ekki lokið við að búa hana til eða þá að henni er lokið.

Svona lítur kosning út áður en atkvæðagreiðslur hefjast. Á þeim tíma tekur kosningin við nýjum frambjóðendum sem tilheyra þinginu. Þar sem við höfum þegar stillt notanda okkar smellum við á takkann "Tilkynna framboð".

Þegar framboðið hefur verið tilkynnt ætti kosningin að líta svona út.

Hvernig bý ég til kosningu?

Leiðbeiningar