Hvernig bý ég til kosningu?

Fyrst þarf að innskrá sig.

Í eftirfarandi sýnidæmi munum við innskrá okkur sem notandinn 'johndoe'. Gert er ráð fyrir því að notandinn sé bæði skráður og staðfestur notandi.

Kosning er búin til inni í viðkomandi þingi, sem jafnan er undirþing. Undirþing má finna með því að smella á viðkomandi tengil ofarlega í hverju þingi.

Þá birtist gluggi sem listar undirþing viðkomandi þings. Í eftirfarandi dæmi verður notast við undirþingið "Píratar í Andabæ". Smella skal á þann tengil.

Á forsíðu þingsins birtist listi yfir kosningar sem þegar eru til, sem í þessu tilfelli eru engar. Fyrir ofan listann og til hægri er takki sem gerir notanda kleift að búa til nýja kosningu. Smella skal á þann takka.

Þá birtist stillingarsíða fyrir nýju kosninguna. Á eftirfarandi mynd má sjá ágætt dæmi um hvernig megi stilla kosningu.

Reiturinn "Skráningarmörk meðlima" er sú tímasetning sem meðlimur þarf að vera skráður fyrir til þess að atkvæði hans teljist með. Atkvæði notenda sem voru ekki meðlimir í félagatali fyrir þennan tilgreinda tíma, eru ekki talin með þegar niðurstöður eru reiknaðar út. Þessi stilling er valkvæm og fer fyrst og fremst eftir lögum hvers félags en meginregla Pírata er 30 dagar, þótt sýnidæmið hér að neðan tilgreini 3 mánuði.

Mikilvægt er að hafa eftirfarandi punkta í huga:

  • Að svo stöddu kann kosningakerfið eingöngu að telja samkvæmt Schulze aðferð og því skal velja hana.
  • Að svo stöddu eru dagsetningarnar í glugganum tilgreindar samkvæmt bandarískri hefð, þar sem mánuðurinn kemur fyrst og dagur mánaðar þar á eftir. Sem dæmi eru tímamörk fyrir framboð hér fyrir neðan tilgreind sem 20. maí 2014 klukkan 17:00.
  • Ef dagsetningin í skráningarmörkum meðlima er sú lokadagsetning sem telja á atkvæði kjósanda með, þá er eðlilegt að tíminn sé 23:59:59 til að innihalda þann dag sem tilgreindur er. Ef einungis dagsetning er tilgreind, þá gilda eingöngu atkvæði þeirra notenda sem urðu meðlimir daginn áður eða fyrr.
  • Mjög mikilvægt er að leiðbeiningarnar tilgreini skráningarmörk meðlima vegna þess að þau koma hvergi annars staðar fram. Mælt er með því að textinn í sýnidæminu sé notaður en nöfnum og dagsetningum skipt út.

Svona lítur síðan kosningin út!

Notendur sem tilheyra viðkomandi undirþingi geta síðan boðið sig fram með því að smella á takkann "Tilkynna framboð". Nánari leiðbeiningar fyrir frambjóðendur má finna í næsta kafla.