Tillaga: Lagabreyting: Tímasetning slembivals í framkvæmdaráð

Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Tillaga Kjarrval
Ýmis tilvik geta komið upp þar sem fólk getur tekið ýmsar óvenjulegar ákvarðanir af ástæðum sem liggja ekki fyrir, en eru samt vel mögulegar. Eitt dæmi væri að kjörinn varafulltrúi í framkvæmdaráði gæti verið slembivalinn sem aðalfulltrúi og frekar viljað þá stöðu. Einnig gæti frambjóðandi í framkvæmdaráð lent í slembivalinu og frekar viljað það. Upp á að lækka líkurnar á slíkum tilfellum er betra að vera búinn að ákvarða slembivalda aðalfulltrúa áður en kosið er. Ef frambjóðandi er slembivalinn mun hann væntanlega draga framboð sitt tilbaka, þó slíkt er lagalega séð ekki skylda.

Tillagan gerir ekki beint ráð fyrir því ef kjörinn aðalfulltrúi er slembivalinn sem varafulltrúi og vill þá stöðu. Aðalfundur gæti þá samþykkt afbrigði og samþykkt að túlka úrslitin svo að neðri fulltrúar færist upp um eitt sæti. Eins ólíklegt og það er, þá er möguleiki að einhver annar komi inn sem þegar hefur verið slembivalinn og getur þá skapast flétta af ákvörðunum sem aðalfundur þarf að leysa. Líkindin eru samt það lág að lögin ættu ekki að gera sérstaklega ráð fyrir því.