Tillaga: Sjálfseignarstofnanir

Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Tillaga b

Tilgangur stefnunnar er að gera breytingar á þeim lögum sem snúa að atvinnurekstri sjálfseignarstofnana svo
að slíkur rekstur verði ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem annars hefðu að öllu jöfnu valið einkahlutafélag
eða hlutafélag sem rekstrarform. Það myndi bæta rekstrar- og viðskiptamenninguna ef sjálfseignarstofnanir
væru notaðar í meira mæli í atvinnurekstri.
1. grein
Samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur er lágmarksstofnfé
sjálfseignarstofnana 1.000.000 kr. en til samanburðar þarf aðeins 500.000 kr. til þess að stofna
einkahlutafélag.
2. grein
Samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur þurfa fæst þrír menn að sitja í stjórn
sjálfseignarfélaga en það er hærri krafa en gerð er fyrir einkahlutafélög og íþyngjandi fyrir einstaklinga sem
vilja fara einsamlir í rekstur.
3. grein
Samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur eru kjör stjórnarmanna og
starfsmanna verulega takmörkuð sem gerir rekstur sjálfseignarstofnana í atvinnurekstri óhagstæðan
samanborið við önnur rekstrarform.

2 Tillaga b

Þriðja ályktunin verður umorðuð og lögð fram sér. Á félagsfundi reyndist hún tvíræð, þó merkinguna hafi mátt ráða úr greinargerðinni.