Samþykkt: Sjálfseignarstofnanir
Með vísan í:
Grunnstefnu Pírata:
- gr. 22 (§6.1) Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Stefnu Pírata um gerð hagkerfisins:
- gr. 1 Endurskipuleggja þarf hagkerfið til að tryggja stöðugleika þess þegar áframhaldandi vöxtur er
útilokaður. - gr. 4 Stefna þarf að því að efnahagurinn þjóni þörfum samfélagsins.
- gr. 5 Sérstaklega ber að hlúa að rekstri sem byggir á lýðræðislegum starfsháttum og efla rétt og getu launþega til að koma að ákvörðunum sem varða starfsskilyrði þeirra.
Álykta Píratar eftirfarandi:
- Lágmarksstofnfé sjálfseignarstofnunar skal vera 100.000 kr.
- Í stjórn sjálfseignarstofnunar skal eiga sæti fæst einn maður og einn varamaður.
Rökstuðningur
Tilgangur stefnunnar er að gera breytingar á þeim lögum sem snúa að atvinnurekstri sjálfseignarstofnana svo
að slíkur rekstur verði ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem annars hefðu að öllu jöfnu valið einkahlutafélag
eða hlutafélag sem rekstrarform. Það myndi bæta rekstrar- og viðskiptamenninguna ef sjálfseignarstofnanir
væru notaðar í meira mæli í atvinnurekstri.
1.
Samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur er lágmarksstofnfé
sjálfseignarstofnana 1.000.000 kr. en til samanburðar þarf aðeins 500.000 kr. til þess að stofna
einkahlutafélag.
2.
Samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur þurfa fæst þrír menn að sitja í stjórn
sjálfseignarfélaga en það er hærri krafa en gerð er fyrir einkahlutafélög og íþyngjandi fyrir einstaklinga sem
vilja fara einsamlir í rekstur.
Tilheyrandi mál: | Sjálfseignarstofnanir |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | b | Tvær tillögur um stofnun og stjórn sjálfseignarstofnunar. Þriðja tillagan, um kjör stjórnarmanna og starfsmanna, verður lögð fram sér. |