Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
- 6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
Með hliðsjón af
- Ályktun Pírata að "Mögulegt verður að vera að sundurgreina tekjur ríkissjóðs og útgjöld eftir sveitarfélögum." úr stefnu um ríkissjóð og skattheimtu (https://x.piratar.is/issue/58/)
- Tekjuskatti og útsvari einstaklinga og fyrirtækja, þar sem einstaklingar greiða útsvar en ekki fyrirtæki.
- https://www.rsk.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/tekjuskattur-og-utsvar/
- https://www.rsk.is/atvinnurekstur/skattar-og-gjold/tekjuskattur/
Álykta Píratar að
- Ákveðið hlutfall skatta af rekstri og störfum fyrirtækja skulu í renna beint til þess sveitafélags þar sem starfsemi eða verslun fer fram.
Greinargerð
Dæmi:
- Af tekjuskatti fyrirtækja skal greiða útsvar til sveitafélaga þar sem viðkomandi fyrirtæki hefur tekjutengda starfsemi.
- Af virðisaukaskatti skal greiða útsvar til sveitarfélaga þar sem viðkomandi viðskipti (sala) eiga sér stað.
Markmiðið með þessari stefnu er að tekjur af starfsemi fyrirtækja í hverju sveitafélagi fyrir sig renni til sveitafélagsins í stað einungis til ríkisins. Byggðastyrkir, sem eru ákveðin tegund af fátækragildru, myndu að mestu leyti falla niður í staðinn. Það hvetur sveitafélagið til þess að halda uppi öflugu atvinnulífi sem sveitafélagið sjálft nýtur góðs af. Markmið stefnunnar er ekki að leggja auknar álögur á fyrirtæki heldur að útsvarið verði hluti af því hlutfalli sem fyrirtæki greiða nú þegar í tekjuskatt.