Assumptions
- Stefnu Pírata um gegnsæi og ábyrgð nr. 4.3: „Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi“.
- Háum kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna innleiðingar á og notkunar á sérleyfishugbúnaði.
- Góðum árangri Landgræðslu Ríkisins þegar kemur að innleiðingu og notkun á frjálsum hugbúnaði.
- Þeirri staðreynd að hagkvæmara er fyrir þjóðfélagið í heild sinni að nýta það fjármagn sem í dag fer í leyfisgjöld á sérleyfishugbúnaði í þjónustu tengdri frjálsum hugbúnaði og aðlögun á honum.
Declarations
- Allur sá hugbúnaður sem gerður er, eða er aðlagaður sérstaklega fyrir stjórnsýsluna og menntastofnanir skal vera gefinn út og gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi.
- Breytingar sem gerðar eru á frjálsum hugbúnaði á vegum opinberra aðila skulu alltaf vera gerðar opinberar í samræmi við leyfin sem hann er gefinn út undir.
- Að minnsta kosti helmingur þess fjármagns sem stjórnsýslan og menntastofnanir eyða í dag í leyfisgjöld og stuðning fyrir sérleyfishugbúnað skal vera nýttur í stuðning við og aðlögun á frjálsum hugbúnaði eftir að hann hefur verið tekinn upp.
- Leggja ætti ríka áherslu á að opinberir styrkir til hugbúnaðarþróunar fari til þróunar á frjálsum hugbúnaði.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.