Stefna um þunna fjármögnun
Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
> 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
og með hliðsjón af ályktun Pírata um ríkissjóð og skattheimtu:
> 5. Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.
álykta Píratar
Að setja skuli löggjöf sem komi í veg fyrir að lögaðilar nýti sér "þunna eiginfjármögnun" til skattaundanskota í íslenskri lögsögu. Að gefnum þessum markmiðum skulu Píratar líta til þessarar leiðar, sem er þó ekki ófrávíkjanleg, sem lýsist hér með:
Að lögfesta skuli takmörk á þær vaxtagreiðslur sem fyrirtæki geta dregið frá skattstofni við 30% af hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta, afskriftir fastafjármuna og niðurfærslur (EBITDA). Þannig verði 70% af EBITDA ávallt skattstofn, óháð vaxtagreiðslum fyrirtækisins.
Að leitað verði endurskoðunar fjárfestingarsamninga við þau fyrirtæki sem með slíkum samningum hafa undanþegið sig eðlilegum tekjuskattsgreiðslum. Í endurskoðuðum samningum verði eðlilegar skatttekjur tryggðar og einnig séð til þess að uppsafnað tap fyrri ára verði ekki notað til að koma í veg fyrir eðlilegar tekjuskattsgreiðslur fyrirtækjanna framvegis.
Að takist ekki samningar skv. 2. gr. stefnu þessarar innan 6 mánaða frá upphafi viðræðna verði lagður á sérstakur skattur sem skili þjóðfélaginu sömu eða hærri upphæðum og ef fyrirtækin væru ekki undanþegin almennum reglum um tekjuskatt sbr. 1. gr. þessarar stefnu.
Tilheyrandi mál: | Stefna um þunna fjármögnun |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | odin | GreinargerðAlmenntÞunn fjármögnun (e. thin capitalisation) er þegar fyrirtæki er fjármagnað að mestu eða öllu leyti með lánsfé. Eigið fé fyrirtækisins er þá lítið eða ekkert. Lánveitendur eru gjarnan, en ekki alltaf, tengdir aðilar, jafnvel fyrirtæki sem tilheyra sömu samstæðu. Þetta fyrirkomulag á fjármögnun er til þess ætlað að ekki myndist tekjuskattsstofn þar sem allur hagnaður fer fer í vaxtagreiðslur á lánum. Þetta fyrirkomulag fjármögnunar þykir með öllu óeðlilegt, enda er hér um að ræða skattaundanskot sem valda því að fyrirtæki sem þetta stunda greiða ekki eðlilega til samfélagsins sem þau starfa í, heldur færa rekstrarhagnað í skattaskjól þar sem skattbyrði en lítil sem engin. Þunn fjármögnun er víðast hvar bönnuð i iðnvæddum löndum. Bent skal á að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn lagði til við íslensk stjórnvöld í kjölfar hrunsins að tekið yrði fyrir þunna fjármögnun, en af einhverjum ástæðum sáu stjórnvöld ekki ástæðu til að fara að þeirri ráðleggingu, og hefur ríkissjóður orðið af miklum tekjum vegna þess eða milli 3 og 5 milljarða á ári. Evrópusambandið hefur skorið upp herör gagnvart þunnri fjármögnun, sem er reyndar bara eitt af mörgum tólum sem alþjóðafyrirtæki hafa til að hagræða skattgreiðslum. Nokkur mál hafa komið upp undanfarin ár þar sem fyrirtæki sbr. t.d.,Google og Cisco Systems, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að flytja eignir og tekjur milli skattsvæða til að lágmarka skattgreiðslur til þeirra landa sem þau í raun starfa í. Sjá http://www.taxand.com/taxands-take/news/deductibility-interest-expenses-%E2%80%93-eu-crackdown Einstakar greinar
|