Stefna um þunna fjármögnun

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Stefna um þunna fjármögnun

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Hafnað odin

Greinargerð

Almennt

Þunn fjármögnun (e. thin capitalisation) er þegar fyrirtæki er fjármagnað að mestu eða öllu leyti með lánsfé. Eigið fé fyrirtækisins er þá lítið eða ekkert. Lánveitendur eru gjarnan, en ekki alltaf, tengdir aðilar, jafnvel fyrirtæki sem tilheyra sömu samstæðu. Þetta fyrirkomulag á fjármögnun er til þess ætlað að ekki myndist tekjuskattsstofn þar sem allur hagnaður fer fer í vaxtagreiðslur á lánum. Þetta fyrirkomulag fjármögnunar þykir með öllu óeðlilegt, enda er hér um að ræða skattaundanskot sem valda því að fyrirtæki sem þetta stunda greiða ekki eðlilega til samfélagsins sem þau starfa í, heldur færa rekstrarhagnað í skattaskjól þar sem skattbyrði en lítil sem engin. Þunn fjármögnun er víðast hvar bönnuð i iðnvæddum löndum. Bent skal á að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn lagði til við íslensk stjórnvöld í kjölfar hrunsins að tekið yrði fyrir þunna fjármögnun, en af einhverjum ástæðum sáu stjórnvöld ekki ástæðu til að fara að þeirri ráðleggingu, og hefur ríkissjóður orðið af miklum tekjum vegna þess eða milli 3 og 5 milljarða á ári.

Evrópusambandið hefur skorið upp herör gagnvart þunnri fjármögnun, sem er reyndar bara eitt af mörgum tólum sem alþjóðafyrirtæki hafa til að hagræða skattgreiðslum. Nokkur mál hafa komið upp undanfarin ár þar sem fyrirtæki sbr. t.d.,Google og Cisco Systems, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að flytja eignir og tekjur milli skattsvæða til að lágmarka skattgreiðslur til þeirra landa sem þau í raun starfa í. Sjá http://www.taxand.com/taxands-take/news/deductibility-interest-expenses-%E2%80%93-eu-crackdown

Einstakar greinar

  1. gr. Í meginatriðum eru notaðar tvær aðferðir til að stöðva skattaundanskot með þunnri fjármögnun. Annars vegar að takmarka þá vexti sem draga má frá tekjuskattstofni í skattalegu uppgjöri en hins vegar reglur um lágmarkshlutfall eigin fjár félaga. Seinna úrræðið er töluvert flóknara i framkvæmd þar sem auðveldara er að halda áfram að greiða háa vexti til systurfélaga óháð eiginfjármögnun. Hér er því sú stefna tekin að takmörkun verði á vaxtagreiðslum sem draga má frá skattstofni.

  2. gr. Þessi grein á fyrst og fremst við tvö fyrirtæki sem reka álver á Íslandi, þ.e.a.s. Alcoa og Norðurál. Í fjárfestingarsamningum milli íslenskra stjórnvalda og þessara fyrirtækja eru fyrirtækin í raun undanþegin tekjuskattgreiðslum á Íslandi því þar er m.a. kveðið á um að ekki megi takmarka vaxtagreiðslur til útlanda. Þessi ákvæði og önnur ákvæði í fjárfestingarsamningum og íslenskum lögum, hafa fyrrnefnd fyrirtæki notað svo rækilega að ekki hefur borist króna í eðilega tekjuskatta frá þessum risastóru fyrirtækjum meðan móðurfyrirtækin erlendis gorta af því í útgefnu efni hversu gróðinn af rekstri íslensku álveranna er mikill. Um þetta þarf að semja að nýju.

  3. gr. Til að hvetja stóriðjufyrirtækin til samninga má sem hægast benda þeim á að hægt er að innheimta skatta af öðru en þeirra eigin rekstri þannig að eðlilegar skatttekjur verði af starfsemi þessari.